Stóra kókaínmálinu hvergi nærri lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 15:42 Hver er Nonni? Hér má sjá þá fjóra sem hlutu dóm í stóra kókaínmálinu. En hver er höfuðpaurinn? Vísir Pétur Jökull Jónsson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu og var eftirlýstur af Interpol á dögunum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar. Pétur var handtekinn við komuna til landsins þann 27. febrúar síðastliðinn og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknarhagsmuni ekki lengur fyrir hendi. Því hafi verið farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grímur segir að lögregla hafi rætt við nokkra aðila til viðbótar við rannsókn sína á málinu. Bæði við aðila sem voru grunaðir í stóra kókaínmálinu og einnig þá sem fengu dóm í málinu. Langur brotaferill Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Hann er nú grunaður um að tengjast stóra kókaínmálinu, einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið var í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að áframsendast til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ár. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Íslendingar í Brasilíu Greint var frá því að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í apríl í fyrra. Íslenska lögreglan kom að aðgerðunum en Sveddi var grunaður um að vera meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, sagði við það tækifæri ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Sveddi tönn kom einmitt við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk að lokum tveggja ára dóm í Hæstarétti. Sveddi var bendlaður við málið, var eftirlýstur af Europol en lögeglu tókst ekki að hafa hendur í hári hans. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir voru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kalli sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn væri sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Ekki til í að segja hver Nonni væri Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: „Ég er ekki til í að segja hver það er.“ Þá sitja einnig eftir spurningar um hvernig kaupin á efnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í drumbunum og hverjir, ef ekki þeir ákærðu, eru höfuðpaurar málsins og skipuleggjendur þess? Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna. Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 15. júní 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Pétur var handtekinn við komuna til landsins þann 27. febrúar síðastliðinn og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknarhagsmuni ekki lengur fyrir hendi. Því hafi verið farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grímur segir að lögregla hafi rætt við nokkra aðila til viðbótar við rannsókn sína á málinu. Bæði við aðila sem voru grunaðir í stóra kókaínmálinu og einnig þá sem fengu dóm í málinu. Langur brotaferill Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Hann er nú grunaður um að tengjast stóra kókaínmálinu, einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið var í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að áframsendast til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ár. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Íslendingar í Brasilíu Greint var frá því að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í apríl í fyrra. Íslenska lögreglan kom að aðgerðunum en Sveddi var grunaður um að vera meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, sagði við það tækifæri ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Sveddi tönn kom einmitt við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk að lokum tveggja ára dóm í Hæstarétti. Sveddi var bendlaður við málið, var eftirlýstur af Europol en lögeglu tókst ekki að hafa hendur í hári hans. Hver er Nonni? Mennirnir fjórir sem ákærðir voru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kalli sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? Lykilspurning í málinu var hver hver aðilinn væri sem var í samskiptum við Daða Björnsson, einn fjórmenninganna í málinu, og gaf honum fyrirmæli? Hann kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðust við. Í skýrslutökum sagði lögreglumaður að ljóst væri að „Nonni“ væri sá aðili sem kom upplýsingum til Daða og „passaði að hann gerði það sem þurfti að gera,“ líkt og hann orðaði það. Daði gaf aldrei upp hver „Nonni“ væri, en staðfest er að þeir hittust í að minnsta kosti eitt skipti þar sem lögregla fylgdist með. Það var þann 8. júlí við Melabúðina þar sem „Nonni“ lét Daða hafa síma. Daði neitaði því þó fyrir dómi að vita hver „Nonni“ væri. Ekki til í að segja hver Nonni væri Þá var önnur stór spurning hvort að það hafi átt að vera umræddur „Nonni“ eða einhver annar sem átti að taka við efnunum af Daða. Verjendur gagnrýndu lögreglu fyrir að hafa ráðist of snemma í handtökur en Daði átti að hitta einhvern daginn eftir að hann var handtekinn og afhenda efnin. Þá liggja fyrir samskipti á milli „Nonna" og Birgis Halldórssonar, annars sem hlaut dóm í málinu. Þau samskipti fóru fram á ensku en lögregla telur þó að „Nonni“ sé íslendingur. Ljóst var að Birgir vissi hver „Nonni“ var í raun og veru. En þegar hann var spurður að því fyrir dómi sagði hann einfaldlega: „Ég er ekki til í að segja hver það er.“ Þá sitja einnig eftir spurningar um hvernig kaupin á efnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í drumbunum og hverjir, ef ekki þeir ákærðu, eru höfuðpaurar málsins og skipuleggjendur þess? Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna.
Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 15. júní 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17
Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 15. júní 2023 08:00