Í færslu slökkviliðsins á Facebook segir að björgunarsveitirnar Kjölur og Kyndill aðstoði slökkviliðið í því verkefni. Þá segir að að venju hafi verið mikið að gera hjá slökkviliðinu. Síðastliðinn sólarhring séu skráð 105 verkefni á sjúkrabíla, 48 á dagvaktinni og 57 á næturvaktinni.
Verkefni dælubíla hafi verið fimm, vegna viðvörunarkerfis, minniháttar elds utandyra, vatnstjóns og framangreinds slyss á Esjunni.
Þá hafi dagvaktin náð góðri æfingu, sem sjá má á myndskeiðinu hér að neðan: