Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. mars 2024 08:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01