Vita lítið um ástandið í Fukushima þrettán árum síðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2024 10:54 Flóðbylgjan þurrkaði út heilu bæina í Japan. AP/Kyodo News Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986. Jarðskjálftinn mældist 9,0 stig og skall flóðbylgjan sem myndaðist í kjölfarið á norðausturhluta Japanseyja. Sjórinn flæddi langt inn á land og þurrkaði út heilu bæina. Kjarnorkuver í Fukushima skemmdist verulega í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi honum. Times of Japan segir opinberar tölur þar í landi segja 15.900 manns hafa dáið í hamförunum og að í lok febrúar hafi 2.520 enn verið saknað. Þá er áætlað að 3.802 hafi dáið vegna tengdra meiðsla eða atvika. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sótti minningarathöfn í Fukushima-héraði í morgun en samkvæmt Times of Japan hættu yfirvöld í Japan að halda formlegar minningarathafnir árið 2022. Síðan þá hafa smærri athafnir verið haldnar á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti. Á nýársdag varð 7,6 stiga skjálfti undan ströndum Japan og var það í fyrsta sinn sem viðvörun var gefin út vegna mögulegrar flóðbylgju af svipaðri stærð frá árinu 2011. Ætla að opna alla bæi aftur Þegar mest var voru um 470 þúsund manns á vergangi í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Sjö byggðir í Fukushima eru enn lokaða vegna geislavirkni og hafa nærri því 29 þúsund manns ekki getað snúið aftur heim til sín. Unnið er að því að opna alla bæina aftur en frá því í júní í fyrra hefur slík vinna farið fram í fjórum bæjum. Ráðamenn segja að allir bæirnir verði á endanum opnaðir aftur. AP fréttaveitan segir kannanir þó gefa til kynna að fólk hafi lítinn áhuga á að snúa aftur og margir segja það vegna geislavirkni. Hreinsunarstarfið er þó ekki óumdeilt. Síðasta ágúst var byrjað að losa geislavirkt kælivatn frá kjarnorkuverinu út í sjó. Það hefur verið gagnrýnt af ráðamönnum annarra ríkja á svæðinu en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur lagt blessun sína yfir áformin og segja sérfræðingar stofnunarinnar að vatnið hafi hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu fólks. Sjá einnig: Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Vatnið varð geislavirkt þegar þrír ofnar versins bráðnuðu en frá 2011 hefur því verið safnað í stærðarinnar tanka við kjarnorkuverið. Þeir hefðu fyllst í byrjun þessa árs en samkvæmt ætlunum ráðamanna í Japan mun taka um þrjátíu ár að tæma þá út í sjó. Lítið vitað um stöðuna inn í kjarnorkuverinu Eins og staðan er í dag er lítið vitað um það hvað sé að gerast inn í kjarnorkuverinu sjálfu. Eins og áður segir bráðnuðu þrír ofnar og veit enginn hvernig ástandið á eldsneytinu er né nákvæmlega hvar það er staðsett. Reynt hefur verið að nota dróna og þjarka til að safna upplýsingum úr verinu en það hefur ekki gengið vegna mikillar geislavirkni. Ekki hefur tekist að fjarlægja eina örðu af eldsneyti úr kjarnorkuverinu en áætlað að um 880 tonn af því megi finna í ofnunum þremur. Ráðamenn vonast til þess hægt verði að fjarlægja það á þrjátíu til fjörutíu árum en sérfræðingar segja það ólíklegt. Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58 Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Jarðskjálftinn mældist 9,0 stig og skall flóðbylgjan sem myndaðist í kjölfarið á norðausturhluta Japanseyja. Sjórinn flæddi langt inn á land og þurrkaði út heilu bæina. Kjarnorkuver í Fukushima skemmdist verulega í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi honum. Times of Japan segir opinberar tölur þar í landi segja 15.900 manns hafa dáið í hamförunum og að í lok febrúar hafi 2.520 enn verið saknað. Þá er áætlað að 3.802 hafi dáið vegna tengdra meiðsla eða atvika. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sótti minningarathöfn í Fukushima-héraði í morgun en samkvæmt Times of Japan hættu yfirvöld í Japan að halda formlegar minningarathafnir árið 2022. Síðan þá hafa smærri athafnir verið haldnar á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti. Á nýársdag varð 7,6 stiga skjálfti undan ströndum Japan og var það í fyrsta sinn sem viðvörun var gefin út vegna mögulegrar flóðbylgju af svipaðri stærð frá árinu 2011. Ætla að opna alla bæi aftur Þegar mest var voru um 470 þúsund manns á vergangi í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Sjö byggðir í Fukushima eru enn lokaða vegna geislavirkni og hafa nærri því 29 þúsund manns ekki getað snúið aftur heim til sín. Unnið er að því að opna alla bæina aftur en frá því í júní í fyrra hefur slík vinna farið fram í fjórum bæjum. Ráðamenn segja að allir bæirnir verði á endanum opnaðir aftur. AP fréttaveitan segir kannanir þó gefa til kynna að fólk hafi lítinn áhuga á að snúa aftur og margir segja það vegna geislavirkni. Hreinsunarstarfið er þó ekki óumdeilt. Síðasta ágúst var byrjað að losa geislavirkt kælivatn frá kjarnorkuverinu út í sjó. Það hefur verið gagnrýnt af ráðamönnum annarra ríkja á svæðinu en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur lagt blessun sína yfir áformin og segja sérfræðingar stofnunarinnar að vatnið hafi hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu fólks. Sjá einnig: Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Vatnið varð geislavirkt þegar þrír ofnar versins bráðnuðu en frá 2011 hefur því verið safnað í stærðarinnar tanka við kjarnorkuverið. Þeir hefðu fyllst í byrjun þessa árs en samkvæmt ætlunum ráðamanna í Japan mun taka um þrjátíu ár að tæma þá út í sjó. Lítið vitað um stöðuna inn í kjarnorkuverinu Eins og staðan er í dag er lítið vitað um það hvað sé að gerast inn í kjarnorkuverinu sjálfu. Eins og áður segir bráðnuðu þrír ofnar og veit enginn hvernig ástandið á eldsneytinu er né nákvæmlega hvar það er staðsett. Reynt hefur verið að nota dróna og þjarka til að safna upplýsingum úr verinu en það hefur ekki gengið vegna mikillar geislavirkni. Ekki hefur tekist að fjarlægja eina örðu af eldsneyti úr kjarnorkuverinu en áætlað að um 880 tonn af því megi finna í ofnunum þremur. Ráðamenn vonast til þess hægt verði að fjarlægja það á þrjátíu til fjörutíu árum en sérfræðingar segja það ólíklegt.
Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58 Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58
Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15