Russia loses another military transport aircraft. This one, reportedly carrying 12 people, crashed in the Ivanovo region. https://t.co/0VTijnCFZq pic.twitter.com/da5Z92isnC
— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 12, 2024
Átta voru í áhöfn flugvélarinnar og sjö farþegar voru um borð en um er að ræða flutningavél á vegum rússneska hersins. Í fréttum frá Rússlandi segir að eldurinn hafi kviknað rétt eftir flugtak og tókst flugmönnum ekki að lenda henni aftur á flugvellinum.
Því hefur verið haldið fram að um æfingarflug hafi verið að ræða, samkvæmt BBC í Rússlandi.
Flugvélin brotlenti nærri þorpinu Ivanovo í Rússlandi, ekki langt frá Moskvu. Íbúar þar tóku fjölmörg myndbönd af flugvélinni í ljósum logum áður en hún hrapaði. Engan sakaði á jörðu niðri.
Russia loses another military transport aircraft. This one, reportedly carrying 12 people, crashed in the Ivanovo region. https://t.co/0VTijnCFZq pic.twitter.com/da5Z92isnC
— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 12, 2024