Ekki barnarán í tilfelli móður Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 13. mars 2024 17:45 Dómi Landsréttar var snúið við í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Sakfellingu konu, sem flutti með tvö börn sín til útlanda í trássi við vilja föður barnanna, hefur verið snúið við í Hæstarétti. Foreldrar barnanna fara báðir með forsjá þeirra og því taldi Hæstiréttur að ákvæði hegningarlaga um barnarán ætti ekki við um háttsemi konunnar. Konan, sem er útlenskur ríkisborgari, var dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði og fyrir Landsrétti, fyrir að hafa svipt barnsföður sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra frá 2019 til 2021, með því að hafa farið með þau án leyfis til ótilgreinds lands og haldið þeim þar. Í dómum Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar var háttsemi konunnar heimfærð undir 193. grein hegningarlaga, sem mælir fyrir um að hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sextán árum eða ævilangt. Í dómi Hæstaréttar segir að meginágreiningur í málinu hafi snúið að því hvort þá háttsemi sem konunni var gefin að sök megi heimfæra til greinarinnar, einkum með tilliti til þess að konan og faðirinn fóru sameiginlega með forsjá barna sinna og áttu sama lögheimili þegar hún fór með börnin af landi brott. Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir á grundvelli þess að niðurstaða í því gæti verið verið fordæmisgefandi hvað túlkun á ákvæðinu varðar. Segir manninn hafa beitt hana ofbeldi Í dómi Hæstaréttar er atvikum málsins lýst svo að konan og maðurinn, sem séu bæði erlendis frá, hafi kynnst hér á landi árið 2007. Árið 2013 hafi þau fest kaup á íbúð og flutt í hana. Árið 2015 hafi þau eignast dreng og skráð sig í sambúð síðar í sama mánuði. Þeim hafi svo fæðst dóttir árið 2018. Konan haldi því fram að maðurinn hafi beitt hana ofbeldi á sambúðartímanum. Því til stuðnings hafi hún lagt fram afrit kæru sinnar á hendur honum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019. Maðurinn neiti ásökunum af þeim toga. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2022 í máli aðila um forsjá barnanna komi fram að engin gögn liggi fyrir um að maðurinn hafi beitt konuna andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þar sé jafnframt vísað til úrskurðar áfrýjunardómstóls í ótilgreindu landi frá 8. desember 2020 en þar komi fram að frásögn konunnar um ofbeldi af hálfu mannsins sé metin mjög „vafasöm og ósennileg“. Keyrði fjölskylduna upp á völl Í dóminum segir að árið 2019 hafi faðir konunnar og maðurinn átt í samskiptum á samskiptamiðlinum Facebook Messenger um fyrirhugaða ferð hennar með börnin til ótilgreinds lands. Í þeim hafi komið fram að maðurinn vildi ekki að börnin færu þangað. Maðurinn hafi sent tölvupóst til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem fram kom að hann væri andvígur því að konan tæki börn þeirra með sér til landsins. Í framhaldinu hafi átt sér stað frekari tölvupóstsamskipti mannsins og lögreglunnar þar. Maðurinn hafi ekið konunni og börnum þeirra á Keflavíkurflugvöll ótilgreindan dag árið 2019 en þaðan hafi hún flogið með börnin til landsins. Í héraðsdómi sem vísað er til í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms hafi verið talið sannað að maðurinn hefði verið mótfallinn ferð þeirra og konunni verið kunnugt um þá afstöðu hans. Í skýrslu fyrir héraðsdómi hafi konan kveðist hafa tilkynnt manninum á flugvellinum að sambúð þeirra væri lokið. Í skýrslu sem hún gaf fyrir Landsrétti hafi hún kveðist hafa ákveðið „þremur, fjórum mánuðum“ eftir að hún fór til landsins að koma ekki aftur til Íslands. Föðurnum dæmd forsjá Þá segir að maðurinn hafi krafist þess fyrir dómstólum í landinu sem konan fór til að börnin yrðu flutt aftur til Íslands. Kröfu hans hafi upphaflega verið hafnað en áfrýjunardómstóll hafi ákveðið í lok árs 2020 að börnin skyldu flutt til Íslands. Hann hafi höfðað forsjármál gegn konunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2020. Með úrskurði dómsins 26. október 2021 hafi honum verið falið til bráðabirgða að fara með forsjá barnanna þar til dómur gengi um forsjá þeirra til frambúðar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2022 hafi honum verið falin forsjá barnanna frá uppsögu dómsins til átján ára aldurs þeirra. Konan skyldi hafa umgengnisrétt við þau í sex vikur á hverju sumri, um önnur hver jól og aðra hverja páska. Jafnframt skyldi hún greiða manninum einfalt meðlag með hvoru barni fyrir sig. Hann hafi í október árið 2019 lagt fram hjá lögreglu á hendur konunni fyrir brot gegn 193. grein hegningarlaga, með því að hafa svipt hann umsjá og valdi yfir börnum þeirra. Vísaði til máls Manúelu Óskar Sem áður segir fékk konan áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti á grundvelli mögulegs fordæmisgildis. Í beiðni um áfrýjunarleyfi vísaði konan til máls Manúelu Óskar Harðardóttur, sem sýknuð var á öllum dómstigum af ákæru fyrir sömu háttsemi og konan var dæmd fyrir í Landsrétti. Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar að í máli Manúelu hafi sýkna hennar einkum byggt á að hún fór sameiginlega með forsjá með feðrum barna sinna en auk þess hafi börnin átt hjá henni lögheimili. Hún hafi þannig verið talin aðalumönnunaraðili þeirra. Í þessu máli voru faðirinn og móðirin með sama lögheimili á þeim tíma sem hún fór með börnin úr landi og málið því nokkuð sérstakt. Þá segir að við mat á því hvort móðirin hafi gerst sek um barnarán verði að líta til þess að samfélags- og fjölskyldugerð hafi tekið nokkrum breytingum frá því að ákvæði um slíkt tók gildi á nítjándu öld. Þá væri rétt að líta til danskrar og norskrar réttarþróunar í þessu samhengi. Að því virtu segist dómurinn ekki geta fellt háttsemi móðurinnar u ndir 193. grein almennra hegningarlaga og var hún því sýknuð. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 10. júní 2021 15:53 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Konan, sem er útlenskur ríkisborgari, var dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði og fyrir Landsrétti, fyrir að hafa svipt barnsföður sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra frá 2019 til 2021, með því að hafa farið með þau án leyfis til ótilgreinds lands og haldið þeim þar. Í dómum Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar var háttsemi konunnar heimfærð undir 193. grein hegningarlaga, sem mælir fyrir um að hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sextán árum eða ævilangt. Í dómi Hæstaréttar segir að meginágreiningur í málinu hafi snúið að því hvort þá háttsemi sem konunni var gefin að sök megi heimfæra til greinarinnar, einkum með tilliti til þess að konan og faðirinn fóru sameiginlega með forsjá barna sinna og áttu sama lögheimili þegar hún fór með börnin af landi brott. Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir á grundvelli þess að niðurstaða í því gæti verið verið fordæmisgefandi hvað túlkun á ákvæðinu varðar. Segir manninn hafa beitt hana ofbeldi Í dómi Hæstaréttar er atvikum málsins lýst svo að konan og maðurinn, sem séu bæði erlendis frá, hafi kynnst hér á landi árið 2007. Árið 2013 hafi þau fest kaup á íbúð og flutt í hana. Árið 2015 hafi þau eignast dreng og skráð sig í sambúð síðar í sama mánuði. Þeim hafi svo fæðst dóttir árið 2018. Konan haldi því fram að maðurinn hafi beitt hana ofbeldi á sambúðartímanum. Því til stuðnings hafi hún lagt fram afrit kæru sinnar á hendur honum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 1. október 2019. Maðurinn neiti ásökunum af þeim toga. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2022 í máli aðila um forsjá barnanna komi fram að engin gögn liggi fyrir um að maðurinn hafi beitt konuna andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Þar sé jafnframt vísað til úrskurðar áfrýjunardómstóls í ótilgreindu landi frá 8. desember 2020 en þar komi fram að frásögn konunnar um ofbeldi af hálfu mannsins sé metin mjög „vafasöm og ósennileg“. Keyrði fjölskylduna upp á völl Í dóminum segir að árið 2019 hafi faðir konunnar og maðurinn átt í samskiptum á samskiptamiðlinum Facebook Messenger um fyrirhugaða ferð hennar með börnin til ótilgreinds lands. Í þeim hafi komið fram að maðurinn vildi ekki að börnin færu þangað. Maðurinn hafi sent tölvupóst til lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem fram kom að hann væri andvígur því að konan tæki börn þeirra með sér til landsins. Í framhaldinu hafi átt sér stað frekari tölvupóstsamskipti mannsins og lögreglunnar þar. Maðurinn hafi ekið konunni og börnum þeirra á Keflavíkurflugvöll ótilgreindan dag árið 2019 en þaðan hafi hún flogið með börnin til landsins. Í héraðsdómi sem vísað er til í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms hafi verið talið sannað að maðurinn hefði verið mótfallinn ferð þeirra og konunni verið kunnugt um þá afstöðu hans. Í skýrslu fyrir héraðsdómi hafi konan kveðist hafa tilkynnt manninum á flugvellinum að sambúð þeirra væri lokið. Í skýrslu sem hún gaf fyrir Landsrétti hafi hún kveðist hafa ákveðið „þremur, fjórum mánuðum“ eftir að hún fór til landsins að koma ekki aftur til Íslands. Föðurnum dæmd forsjá Þá segir að maðurinn hafi krafist þess fyrir dómstólum í landinu sem konan fór til að börnin yrðu flutt aftur til Íslands. Kröfu hans hafi upphaflega verið hafnað en áfrýjunardómstóll hafi ákveðið í lok árs 2020 að börnin skyldu flutt til Íslands. Hann hafi höfðað forsjármál gegn konunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2020. Með úrskurði dómsins 26. október 2021 hafi honum verið falið til bráðabirgða að fara með forsjá barnanna þar til dómur gengi um forsjá þeirra til frambúðar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2022 hafi honum verið falin forsjá barnanna frá uppsögu dómsins til átján ára aldurs þeirra. Konan skyldi hafa umgengnisrétt við þau í sex vikur á hverju sumri, um önnur hver jól og aðra hverja páska. Jafnframt skyldi hún greiða manninum einfalt meðlag með hvoru barni fyrir sig. Hann hafi í október árið 2019 lagt fram hjá lögreglu á hendur konunni fyrir brot gegn 193. grein hegningarlaga, með því að hafa svipt hann umsjá og valdi yfir börnum þeirra. Vísaði til máls Manúelu Óskar Sem áður segir fékk konan áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti á grundvelli mögulegs fordæmisgildis. Í beiðni um áfrýjunarleyfi vísaði konan til máls Manúelu Óskar Harðardóttur, sem sýknuð var á öllum dómstigum af ákæru fyrir sömu háttsemi og konan var dæmd fyrir í Landsrétti. Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar að í máli Manúelu hafi sýkna hennar einkum byggt á að hún fór sameiginlega með forsjá með feðrum barna sinna en auk þess hafi börnin átt hjá henni lögheimili. Hún hafi þannig verið talin aðalumönnunaraðili þeirra. Í þessu máli voru faðirinn og móðirin með sama lögheimili á þeim tíma sem hún fór með börnin úr landi og málið því nokkuð sérstakt. Þá segir að við mat á því hvort móðirin hafi gerst sek um barnarán verði að líta til þess að samfélags- og fjölskyldugerð hafi tekið nokkrum breytingum frá því að ákvæði um slíkt tók gildi á nítjándu öld. Þá væri rétt að líta til danskrar og norskrar réttarþróunar í þessu samhengi. Að því virtu segist dómurinn ekki geta fellt háttsemi móðurinnar u ndir 193. grein almennra hegningarlaga og var hún því sýknuð.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 10. júní 2021 15:53 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 10. júní 2021 15:53