SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 17:01 SpaceX stendur öðrum fyrirtækjum heims framar þegar kemur að því að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu. AP/Eric Gay Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum. Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX. SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX.
SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56
Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27