Gylfi spilar á Íslandi daginn fyrir EM-umspilið Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað á Íslandi á miðvikudaginn. Valur/STYRMIR ÞÓR BRAGASON Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, er sagður spila sinn fyrsta leik í búningi Vals á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“ Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Þetta er fullyrt í frétt Fótbolta.net en Valsmenn eiga fyrir höndum leik við ÍA á miðvikudagskvöld, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gylfi var kynntur sem nýr leikmaður Vals síðastliðinn fimmtudag og félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ á laugardag. Hann er því orðinn gjaldgengur með liðinu. Arnar vill fara varlega í sakirnar Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Vísi fyrir helgi að staðan á Gylfa væri allt önnur og betri en þegar hann æfði með liðinu um skamma hríð síðasta sumar. Það voru fyrstu liðsæfingar Gylfa eftir tveggja ára hlé frá fótbolta. Gylfi meiddist hins vegar í vetur, eftir að hafa spilað leiki með Lyngby og íslenska landsliðinu í haust, en hefur sinnt endurhæfingu á Spáni á þessu ári og gat svo tekið fullan þátt í nokkrum æfingum Vals þar. „Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað,“ sagði Arnar á föstudaginn. Arnar sagði hins vegar að Gylfi væri ekki kominn á sama stað og aðrir leikmenn Vals, og að „nokkrar vikur“ færu í að byggja hann upp. „Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Ekki kominn nógu langt að mati Hareide Gylfi er þó ekki á nægilega góðum stað að mati Åge Hareide landsliðsþjálfara sem ekki valdi Gylfa í landsliðshóp sinn fyrir EM-umspilið. Hópurinn var tilkynntur á föstudag og kemur saman í Búdapest í dag, fyrir leikinn við Ísrael á fimmtudaginn. Gylfi hefur sagst afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist í hópinn og Hareide svaraði því á blaðamannafundi á föstudaginn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Hareide en bætti við: „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein [í október, áður en Gylfi meiddist]. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar.“
Besta deild karla Lengjubikar karla Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti