„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2024 10:30 Hera Björk hefur fengið yfir sig mikla gagnrýni undanfarnar vikur. Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. Mikið hefur gengið á í lífi Heru eftir sigurinn í Söngvakeppninni og hún fengið að heyra það frá ósáttum svo ekki sé fastar af orði kveðið. Sindri Sindrason hitti Heru í Íslandi í gær og fékk að vita hvernig henni liði núna. „Það er svo mikill ótti og reiði í samfélaginu og maður finnur það alveg. Og núna er ég hann svolítið. Við þurfum alltaf að finna okkur einhverja leið fyrir útrás og þurfum að losa okkur við þennan ótta, ég kalla þetta ótta,“ segir Hera og heldur áfram. „Óttinn verður að reiði og ég hef verið að líkja þessu við Reykjanesið. Það verður að opnast sprunga svo þetta komi upp og þá er hægt að byrja tala saman. Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít og eru svolítið að reyna láta hann í hendurnar á mér. Ég, sem betur fer veit það af eigin reynslu, að minn skítur er minn skítur og þinn skítur er þinn skítur. Hann verður bara að fá að eiga heima þar sem hann á heima. En svo getum við talað um hann þegar við erum komin með hann upp á borð.“ Hún segist skilja vel þá Íslendinga sem hafi nú eignast kæra vini sem eru að koma úr skelfilegu ástandi, til að mynda á Gasasvæðinu, og vilji gera allt fyrir þetta fólk, og þeirra fólki sem er enn í Palestínu. „Ég skil þetta fólk hundrað prósent. En ég er að gera það sama, bara á minn hátt.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít Ísland í dag Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Mikið hefur gengið á í lífi Heru eftir sigurinn í Söngvakeppninni og hún fengið að heyra það frá ósáttum svo ekki sé fastar af orði kveðið. Sindri Sindrason hitti Heru í Íslandi í gær og fékk að vita hvernig henni liði núna. „Það er svo mikill ótti og reiði í samfélaginu og maður finnur það alveg. Og núna er ég hann svolítið. Við þurfum alltaf að finna okkur einhverja leið fyrir útrás og þurfum að losa okkur við þennan ótta, ég kalla þetta ótta,“ segir Hera og heldur áfram. „Óttinn verður að reiði og ég hef verið að líkja þessu við Reykjanesið. Það verður að opnast sprunga svo þetta komi upp og þá er hægt að byrja tala saman. Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít og eru svolítið að reyna láta hann í hendurnar á mér. Ég, sem betur fer veit það af eigin reynslu, að minn skítur er minn skítur og þinn skítur er þinn skítur. Hann verður bara að fá að eiga heima þar sem hann á heima. En svo getum við talað um hann þegar við erum komin með hann upp á borð.“ Hún segist skilja vel þá Íslendinga sem hafi nú eignast kæra vini sem eru að koma úr skelfilegu ástandi, til að mynda á Gasasvæðinu, og vilji gera allt fyrir þetta fólk, og þeirra fólki sem er enn í Palestínu. „Ég skil þetta fólk hundrað prósent. En ég er að gera það sama, bara á minn hátt.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít
Ísland í dag Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira