Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2024 18:20 Dóra segir hreinsun húsagatna nú taka einn til tvo daga en áður hafi hún tekið fjóra til fimm daga. Vísir/Vilhelm Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent. Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent.
Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira