Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 22:07 Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðaband Íslands í fjarveru Jóhanns Berg í kvöld. Vísir/Getty Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42
Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42
Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46