Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:39 Unnið að því að styrkja varnir Úkraínumanna í Kharkív. AP/Efrem Lukatsky Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira