„KSÍ í rauninni breytir eigin reglum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 22. mars 2024 13:00 Albert Guðmundsson var til umræðu í Besta sætinu. Getty Albert Guðmundsson, hetja íslenska landsliðsins í gærkvöld, fékk ákveðna undanþágu hjá KSÍ til að spila leikinn. Sambandið breytti eigin reglum til að heimila þátttöku hans. Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira