Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti