Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 18:40 Guðfinnur Sigurvinsson Rakarastofan Herramenn Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“ Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“
Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira