Um „slagsmálin“ í leik Utah og Houston: „Er ungt og leikur sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 17:30 „Everybody was kung fu fighting. Those cats were fast as lightning,“ söng Carl Douglas á sínum tíma. Það átti ekki við hér. Tim Warner/Getty Images Leikur Houston Rockets og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Aðallega eru þó verið að ræða „slagsmálin“ sem orsökuðu að Kris Dunn og Jabari Smith Jr. voru báðir dæmdir í leikbann. Dunn fer í tveggja leikja bann en Jabari eins leikja. „Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
„Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti