Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Verktakar vinna nú allan sólarhringinn að varnargörðum umhverfis Grindavík og nýrunnið hraun er notað til að hækka garðana. Við sjáum myndir frá því og ræðum síðan við Kristján Má Unnarsson fréttamann um nýjustu vendingar í Öskju. Skjálftahrina reið yfir svæðið í gær og hraði landriss virðist hafa aukist.
Við sjáum einnig myndir frá Baltimore þar sem leit stendur yfir af fólki sem féll í á þegar brú hrundi og verðum í beinni frá Dómkirkjunni þar sem minningarstund um þau sem hafa látist úr fíknisjúkdómum stendur yfir. Þá verðum við einnig í beinni frá fyrstu alþjóðlegu barokk tónlistarhátíðinni sem fer fram hér á landi og heyrum í sellóleikara sem er kominn til landsins í tilefni þess. Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum; einlæg frásögn ungrar konu af kynþáttaformdómum á Íslandi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.