Vilja einfalda fólki að komast til sjúkraþjálfara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 20:01 Gunnlaugur Már Bríem formaður Félags sjúkraþjálfara segir að félagsmenn vilji helst að tilvísunarkerfið verði alfarið fellt niður. Vísir/Ívar Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Formaður læknafélagsins vakti athygli á því í janúar að fimm stöðugildi heimilislækna fari í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Þetta væri sóun á starfskröftum stéttarinnar og ein leið til þess að minnka hana væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Sjúkraþjálfara hafa jafnframt bent á að þeir geti sjálfir metið hvenær fólk þurfi að koma. Það sé óþarfa flækja í kerfinu og tregða að breyta því. Samkvæmt núgildandi reglugerð þarf fólk að fá tilvísun frá heimilislækni eftir sex skipti hjá sjúkraþjálfara. Ef slík tilvísun berst ekki fær fólk ekki endurgreitt frá sjúkratryggingum. Vilja tilvísunarkerfið burt en áframhaldandi samvinnu Gunnlaugur Már Bríem formaður Félags sjúkraþjálfara bendir á að það þurfi að færa þetta mark ofar því einstaklingur fari að meðaltali um ellefu sinnum í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Hann segir hins vegar að sjúkraþjálfarar líkt og heimilislæknar, vilji helst fella alfarið niður tilvísunarkerfið. „Ef við fengjum að ráða þá tel ég að við gætum í raun fellt niður slíkar beiðnir. En hins vegar ef við gerum það þá viljum við tryggja góðar samskiptagáttir. Það eru slíkar lausnir nú þegar til staðar. Gunnlaugur bindur vonir við að heilbrigðisráðuneytið geri breytingar á núverandi kerfi. „Það er vinna í gangi í ráðuneytinu við það að skoða hvernig hægt er að breyta kerfinu. Þar er verið að kanna hvernig hægt er að minnka álag í heilsugæslunni vegna þessara mála og liðka fyrir þjónustu við fólk sem þarf á sjúkraþjálfun að halda,“ segir Gunnlaugur að lokum. Heilsugæsla Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Formaður læknafélagsins vakti athygli á því í janúar að fimm stöðugildi heimilislækna fari í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Þetta væri sóun á starfskröftum stéttarinnar og ein leið til þess að minnka hana væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Sjúkraþjálfara hafa jafnframt bent á að þeir geti sjálfir metið hvenær fólk þurfi að koma. Það sé óþarfa flækja í kerfinu og tregða að breyta því. Samkvæmt núgildandi reglugerð þarf fólk að fá tilvísun frá heimilislækni eftir sex skipti hjá sjúkraþjálfara. Ef slík tilvísun berst ekki fær fólk ekki endurgreitt frá sjúkratryggingum. Vilja tilvísunarkerfið burt en áframhaldandi samvinnu Gunnlaugur Már Bríem formaður Félags sjúkraþjálfara bendir á að það þurfi að færa þetta mark ofar því einstaklingur fari að meðaltali um ellefu sinnum í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Hann segir hins vegar að sjúkraþjálfarar líkt og heimilislæknar, vilji helst fella alfarið niður tilvísunarkerfið. „Ef við fengjum að ráða þá tel ég að við gætum í raun fellt niður slíkar beiðnir. En hins vegar ef við gerum það þá viljum við tryggja góðar samskiptagáttir. Það eru slíkar lausnir nú þegar til staðar. Gunnlaugur bindur vonir við að heilbrigðisráðuneytið geri breytingar á núverandi kerfi. „Það er vinna í gangi í ráðuneytinu við það að skoða hvernig hægt er að breyta kerfinu. Þar er verið að kanna hvernig hægt er að minnka álag í heilsugæslunni vegna þessara mála og liðka fyrir þjónustu við fólk sem þarf á sjúkraþjálfun að halda,“ segir Gunnlaugur að lokum.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira