Í þáttunum heimsækir Baldur Sigurðsson lið Bestu deildar karla í knattspyrnu og fer yfir undirbúning þeirra fyrir komandi tímabil. Baldur þekkir þetta betur en flestir en hann hefur átt farsælan feril hér á landi sem og erlendis sem atvinnumaður í Noregi og Danmörku.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ segir Baldur og ranghvolfir augunum í þann mund sem Arnar Freyr dembir sér á bólakaf í kalda karinu í Kórnum. Reyndi markvörðurinn að sannfæra Baldur um að fara allur ofan í karið en Baldur var ekki alveg á þeim buxunum.
„Þetta eru fyrstu tíu sekúndurnar sem eru erfiðar, svo er maður bara kominn í þægindin,“ sagði Arnar Freyr og virtist hafa eitthvað til síns máls.
„Nú er þetta koma, við klippum hingað,“ sagði Baldur stuttu seinna er hann andaði djúpt og virtist vera kominn í „þægindin.“
„Þeir segja að þú eigir ekki að vera meira en þrjár mínútur ofan í. Maður reynir að taka 11-12 mínútur á viku í svona. Ef þú vilt fá það mesta út úr lyftingum segja þeir að þú eigir ekki að fara í kalt eftir lyftingaræfingar,“ bætti Arnar Freyr.
„Maður reynir að finna alla þessu litlu hluti til að hjálpa sér,“ sagði Arnar Freyr að lokum en í þann mund hringdi klukkan sem gaf til kynna að þeir hefði verið þrjár mínútur ofan í karinu.
Lengsta undirbúningstímabil í heimi er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 19.20 í kvöld.