Breiðablik, sem mætti til leiks með 13 leikmenn á skýrslu, náði forystunni í leiknum á áttundu mínútu. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir fékk boltann inni á vallarhelming Vals og bar hann upp að vítateignum þar sem hún reyndi að senda á Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur en boltinn fór í varnarmann og þaðan til Vigdísar sem var ein gegn Fanney Ingu Birkisdóttur í markinu og skoraði framhjá henni.
Á tveggja mínútna kafla skömmu síðar jöfnuðu Valskonur leikinn og komust yfir. Fyrst var það Guðrún Elísabet Björvinsdóttir sem skoraði af stuttu færi eftir að Katherine Amanda Cousins náði að vinna skallaeinvígi eftir að langur bolti barst inn á teig.
Á 26. mínútu náðu Valskonur svo að vinna boltann hátt uppi á vellinum og fékk Amanda Andradóttir boltann og þrumaði honum upp í vinstra hornið. Óverjandi fyrir Telmu Ívarsdóttur í markinu.
Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.