Bíræfnir þjófar stálu rúmum fjórum milljörðum Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 10:52 Brynvarðir bílar GardaWorld fyrir utan peningageymslu sem rænd var um páskana. AP/Richard Vogel Bíræfnir þjófar stálu allt að þrjátíu milljónum dala úr peningageymslu í Los Angeles um páskana. Ránið er eitt það stærsta í sögu borgarinnar en þjófarnir brutu sér leið inn í bygginguna á páskadag og komust þar inn í stóra peningahvelfingu, án þess að gangsetja þjófavarnarkerfi. Ekki komst upp um þjófnaðinn fyrr en starfsmenn peningageymslunnar opnuðu hvelfinguna, seinn part páskadags. Ránið ku hafa verið framið á aðfaranótt páskadags. Geymslan er rekin af, GardaWorld, kanadísku fyrirtæki sem gerir einnig út flota brynvarðra bíla í Kanada og í Bandaríkjunum. Samkvæmt LA Times er þetta talið stærsta rán í sögu Los Angeles. Þrjátíu milljónir dala samsvara rúmum fjórum milljörðum króna. Árið 1997 stálu þjófar 18,9 milljónum dala frá annarri peningageymslu í Los Angeles en þeir voru á endanum handteknir. Fyrir tveimur árum rændu þjófar svo verðmætum fyrir allt að hundrað milljónir dala í suðurhluta Kaliforníu. Þeir þjófar hafa ekki fundist. Í samtali við AP fréttaveituna segir öryggissérfræðingur að ránið sé sláandi. Bygging sem þessi eigi að vera búin minnst tveimur þjófavarnarkerfum, hreyfiskynjurum og þar að auki eigi að vera titringsskynjarar í hvelfingunni sjálfri. Ekki eigi að vera hægt að ganga inn og út með svona mikla peninga. Lögreglan í Los Angeles hefur lítið viljað segja um ránið en LA Times hafði eftir heimildarmönnum sínum að þjófarnir hafi komist inn með því að gera gat á þak hússins. Fyrst hafi þeir þó reynt að gera gat á útvegg. Þá segir miðillinn að eitt þjófavarnarkerfi hafi farið í gang þegar ránið var framið en það hafi ekki verið hannað til að senda skilaboð til lögreglu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Ekki komst upp um þjófnaðinn fyrr en starfsmenn peningageymslunnar opnuðu hvelfinguna, seinn part páskadags. Ránið ku hafa verið framið á aðfaranótt páskadags. Geymslan er rekin af, GardaWorld, kanadísku fyrirtæki sem gerir einnig út flota brynvarðra bíla í Kanada og í Bandaríkjunum. Samkvæmt LA Times er þetta talið stærsta rán í sögu Los Angeles. Þrjátíu milljónir dala samsvara rúmum fjórum milljörðum króna. Árið 1997 stálu þjófar 18,9 milljónum dala frá annarri peningageymslu í Los Angeles en þeir voru á endanum handteknir. Fyrir tveimur árum rændu þjófar svo verðmætum fyrir allt að hundrað milljónir dala í suðurhluta Kaliforníu. Þeir þjófar hafa ekki fundist. Í samtali við AP fréttaveituna segir öryggissérfræðingur að ránið sé sláandi. Bygging sem þessi eigi að vera búin minnst tveimur þjófavarnarkerfum, hreyfiskynjurum og þar að auki eigi að vera titringsskynjarar í hvelfingunni sjálfri. Ekki eigi að vera hægt að ganga inn og út með svona mikla peninga. Lögreglan í Los Angeles hefur lítið viljað segja um ránið en LA Times hafði eftir heimildarmönnum sínum að þjófarnir hafi komist inn með því að gera gat á þak hússins. Fyrst hafi þeir þó reynt að gera gat á útvegg. Þá segir miðillinn að eitt þjófavarnarkerfi hafi farið í gang þegar ránið var framið en það hafi ekki verið hannað til að senda skilaboð til lögreglu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira