Gullregnið í Osló er besti árangur Íslands frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:01 Norðurlandameistarar kvenna í liðakeppni 2024 koma frá Íslandi. Frá vinstri: Margrét Lea Kristinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Freyja Hannesdóttir. FSÍ Íslenska landsliðsfólkið í fimleikum skrifaði nýjan kafla í fimleikasögu landsins á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í Osló um helgina. Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki. Fimleikar Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki.
Fimleikar Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira