Missir úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2024 23:00 Hinn 32 ára gamli Casemiro hefur unnið fjölda titla á ferli sínum en hefur undanfarnar vikur og mánuði verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. AP Photo/Dave Thompson Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur ekki átt sjö dagana sæla í liði Manchester United á yfirstandandi leiktíð enskrar knattspyrnu. Hefur hann verið svo slakur að hann hefur misst úr svefn vegna eigin frammistöðu. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira