Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. Þetta kemur fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu sem hófst klukkan 14. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, verður áfram félagsmálaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur inn í ríkisstjórn og verður matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður aftur utanríkisráðherra. Lyklaskipti verða á morgun og ríkisráðsfundur í kvöld. „Samstarf þessara þriggja flokka á sér djúpar rætur. Við höfum verið í samstarfi frá árinu 2017 og eftir kosningarnar 2021 var stjórnarsamstarfið endurnýjað og stjórnarsáttmálinn uppfærður miðað við þær aðstæður sem þá voru í samfélaginu,“ sagði Bjarni í upphafi fundarins. Flokkarnir hafi átt mjög góðar viðræður undanfarna daga og ríkisstjórnin verið að máta sig við þær samfélagsaðstæður sem nú eru uppi. Félagarnir á leið inn á blaðamannafundinn.Vísir/Vilhelm „Þær breytingar sem verða í ríkisstjórninni eru þá þær að forsætisráðherrastóllinn færist til Sjálfstæðisflokksins og ég mun færast yfir í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi fer þá í fjármálaráðuneytið og innviðaráðuneytið færist þá til Vinstri grænna. Það leiðir af eðli máls að það kemur inn nýr ráðherra fyrir Vinstri græna í stað þess sem hverfur á braut,“ sagði Bjarni. Það hafi verið ríkisstjórninni mikilvægt að tryggja áfram pólitískan stöðugleika þrátt fyrir brotthvarf Katrínar. Mörg mál þurfi að klára í gegnum þingið áður en blásið verði til annarra kosninga og nefnir Bjarni mál eins og frumvarp félagsmálaráðherra um örorku, orkumálin og málefni innflytjenda og hælisleitenda. „Það mál er nú komið inn í þingið og það er algjört forgangsmál að það mál fái að klárast á þessu þingi. Slík áform verða auðvitað að engu ef menn ná ekki saman og þess vegna höfum við notað tímann vel til þess að ná saman. Við teljum að við búum við góðar ytri aðstæður. Nú er nýlokið kjarasamningagerð, það er uppsláttur í hagkerfinu heilt yfir þó verðbólga sé enn of mikil og við stefnum mjög bjartsýn fram veginn,“ segir Bjarni. Niðurstaða komin í gær Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta á föstudaginn og lét af störfum sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samdægurs. Á sunnudag fór hún á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta landsins og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Guðni varð við því en fól henni að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn væri mynduð. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa undanfarna daga fundað stíft og reynt að ná saman í helstu deilumálum enda hefur verið talað um að Katrín hafi verið límið í ríkisstjórninni og því ýmislegt sem ný forysta flokksins þurfti að ræða við Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Niðurstaða um það hvernig ráðherrastólum yrði stokkað upp var komin í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti breytingar á ríkisstjórn á þingflokksfundi í gærkvöldi og Framsóknarmenn á fundi í morgun. Vinstri græn samþykktu breytingarnar á þingflokksfundi í hádeginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22 Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Þetta kemur fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu sem hófst klukkan 14. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, verður áfram félagsmálaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur inn í ríkisstjórn og verður matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður aftur utanríkisráðherra. Lyklaskipti verða á morgun og ríkisráðsfundur í kvöld. „Samstarf þessara þriggja flokka á sér djúpar rætur. Við höfum verið í samstarfi frá árinu 2017 og eftir kosningarnar 2021 var stjórnarsamstarfið endurnýjað og stjórnarsáttmálinn uppfærður miðað við þær aðstæður sem þá voru í samfélaginu,“ sagði Bjarni í upphafi fundarins. Flokkarnir hafi átt mjög góðar viðræður undanfarna daga og ríkisstjórnin verið að máta sig við þær samfélagsaðstæður sem nú eru uppi. Félagarnir á leið inn á blaðamannafundinn.Vísir/Vilhelm „Þær breytingar sem verða í ríkisstjórninni eru þá þær að forsætisráðherrastóllinn færist til Sjálfstæðisflokksins og ég mun færast yfir í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi fer þá í fjármálaráðuneytið og innviðaráðuneytið færist þá til Vinstri grænna. Það leiðir af eðli máls að það kemur inn nýr ráðherra fyrir Vinstri græna í stað þess sem hverfur á braut,“ sagði Bjarni. Það hafi verið ríkisstjórninni mikilvægt að tryggja áfram pólitískan stöðugleika þrátt fyrir brotthvarf Katrínar. Mörg mál þurfi að klára í gegnum þingið áður en blásið verði til annarra kosninga og nefnir Bjarni mál eins og frumvarp félagsmálaráðherra um örorku, orkumálin og málefni innflytjenda og hælisleitenda. „Það mál er nú komið inn í þingið og það er algjört forgangsmál að það mál fái að klárast á þessu þingi. Slík áform verða auðvitað að engu ef menn ná ekki saman og þess vegna höfum við notað tímann vel til þess að ná saman. Við teljum að við búum við góðar ytri aðstæður. Nú er nýlokið kjarasamningagerð, það er uppsláttur í hagkerfinu heilt yfir þó verðbólga sé enn of mikil og við stefnum mjög bjartsýn fram veginn,“ segir Bjarni. Niðurstaða komin í gær Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta á föstudaginn og lét af störfum sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samdægurs. Á sunnudag fór hún á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta landsins og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Guðni varð við því en fól henni að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn væri mynduð. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa undanfarna daga fundað stíft og reynt að ná saman í helstu deilumálum enda hefur verið talað um að Katrín hafi verið límið í ríkisstjórninni og því ýmislegt sem ný forysta flokksins þurfti að ræða við Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Niðurstaða um það hvernig ráðherrastólum yrði stokkað upp var komin í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti breytingar á ríkisstjórn á þingflokksfundi í gærkvöldi og Framsóknarmenn á fundi í morgun. Vinstri græn samþykktu breytingarnar á þingflokksfundi í hádeginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22 Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18
Ný ríkisstjórn fær handbók um siðareglur í sængurgjöf Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra, sem samin var af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni og í samvinnu við ráðuneytið. 9. apríl 2024 12:22
Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9. apríl 2024 11:53