Ísland lagði Færeyjar með fjögurra marka mun, 24-20, í lokaumferð undankeppninnar. Elín Jóna átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum en hún varði 17 skot í leiknum.
„Mér líður rosa vel, við gerðum það sem við ætluðum að gera. Þetta er geðveikt, tvö stórmót í röð og það er eitthvað sem maður er stoltur af. Vörnin var að standa sig vel og planið okkar gekk mjög vel, ef það var eitthvað sem fór úrskeiðis þá löguðum það í gegnum leikinn. Það virkaði allt mjög vel í dag,“ sagði Elín Jóna í viðtali við Vísi eftir leik.
Handknattleikssamband Evrópu er á því að allt sem Elín Jóna gerði hafi virkað vel og var hún valin leikmaður umferðarinnar á samfélagsmiðlum sambandsins. Var birt myndband af bestu vörslum hennar í leiknum.
( %) to get @HSI_Iceland to their first #ehfeuro since 2012! Cheers for the last round MVP, #ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/BYBz01xpxP
— EHF EURO (@EHFEURO) April 9, 2024
Hvað varðar lokamótið í nóvember er Ísland með skýr markmið að mati markvarðarins.
„Markmiðið er að komast áfram í milliriðilinn. Það er algjörlega markmiðið, mér finnst þetta mjög flott miðað við hvað það er langt síðan við höfum verið á EM og erum mjög spenntar að sýna hvað við getum.“
