Brasilíska súperstjarnan fór síðasta sumar frá franska stórveldinu PSG yfir til Al Hilal í sádíarabísku deildinni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og ku fá 2,5 milljónir evra í laun á viku.
Dvöl Neymars í Sádi-Arabíu hefur hins vegar farið vægast sagt illa af stað. Eftir aðeins fimm leiki hjá Al Hilal sleit hann krossband í leik með brasilíska landsliðinu í október og spilar ekki aftur fyrr en á næsta tímabili.
Neymar fagnaði nýlega sex mánaða afmæli dóttur sinnar Maeve og hefur myndband úr afmælinu verið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar má sjá Neymar og barnsmóður hans, Brunu Biancardi, stilla sér upp fyrir myndavélarnar með dótturinni.
Á meðan á myndartökunni stendur getur Neymar hins vegar ekki slitið sig frá póker sem hann er að spila í símanum sínum.
this guy neymar is absolutely finished
— (@KyKySZN) April 11, 2024
bro is gambling on poker in the middle of his daughters birthday pic.twitter.com/3bQ3MWrIty
Netverjar hafa margir sterkar skoðanir á hegðun fótboltamannsins, sumir furða sig á hegðuninni, aðrir hæðast að honum og einhverjir telja Neymar þurfa að leita sér hjálpar vegna spilafíknar.
„Þessi gæji Neymar er búið spil. Gaurinn er í póker í barnaafmæli dóttur sinnar,“ segir einn.