„Hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 17:49 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðuna gegn FJölni Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Fjölni í Dalhúsum 69-100. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að liðið er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit. „Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
„Þetta var mikið betri frammistaða í dag heldur en í síðasta leik gegn Fjölni. Mér fannst þetta líkara eins og við viljum spila. Varnarlega var þetta nokkuð gott á köflum en sóknarlega var þetta mjög gott.“ „Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem það var frábær boltahreyfing og aukasendingar og stelpurnar voru óeigingjarnar. Það var mjög gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik og á köflum í síðari hálfleik,“ sagði Sverrir Þór ánægður með fyrri hálfleik Keflavíkur. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik en svo tók Keflavík yfir og rúllaði yfir Fjölni það sem eftir var fyrri hálfleiks. „Við héldum áfram og vorum þolinmóðar í sókninni sem var helsti munurinn og við hittum vel. Okkur tókst að opna vörnina hjá þeim og þetta var fín frammistaða.“ Sverrir var nokkuð ánægður með síðari hálfleik þar sem úrslit leiksins voru gott sem ráðin og hann gat rúllað á öllu liðinu. „Við héldum þeim í fjarlægð og byggðum upp örlítið meira forskot og það var formsatriði að halda áfram og klára þetta. Það hefði ekki breytt neinu að vinna þennan leik stærra staðan er 2-0 fyrir okkur í einvíginu og við þurfum að vinna einn leik í viðbót.“ Þrír dagar eru á milli leikja í átta liða úrslitum og Sverrir tók undir það að það væri of langur tími og sagði að fleiri væru á sömu skoðun. „Maður hefði viljað sjá þetta þéttara og hafa bara tvo frídaga á milli leikja. Ég veit ekki er ekki bara næst efsta deild og Subway-deild karla og að þetta sé ekki allt á sama kvöldi. Við tökum þessu eins og þetta kemur en ég hefði viljað sjá færri daga á milli leikja og það eru fleiri á sama máli veit ég,“ sagði Sverrir Þór að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira