Umfang árásarinnar kom á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 19:46 Albert ræddi árásina í kvöldfréttum. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira