Græjaði kjúkling fyrir alla með því að klikka á víti Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 11:31 Boban Marjanovic með troðslu í leiknum gegn LA Clippers í gær. AP/Mark J. Terrill Serbinn Boban Marjanovic tryggði sínum gömlu stuðningsmönnum hjá Los Angeles Clippers frían kjúkling í gærkvöld, með því að klikka vísvitandi á vítaskoti. Marjanovic lék með Clippers 2018-2019 en í dag leikur þessi tröllvaxni miðherji með Houston Rockets. Í lokaumferð NBA-deildarinnar í gær var Houston 105-97 yfir þegar Marjanovic fékk tvö vítaskot. Hann klikkaði á fyrra skotinu og við það myndaðist mikil eftirvænting á meðal stuðningsmanna Clippers, því búið var að lofa þeim ókeypis kjúklingamáltíð ef tvö vítaskot mótherja í röð færu í súginn. Marjanovic áttaði sig á aðstæðum og benti Clippers-fólkinu á að það þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, hann myndi græja málið. Seinna vítaskotið fór svo á hringinn og áhorfendur fögnuðu ákaft, og Marjanovic gaf skýrt til kynna að hann hefði ætlað sér að klikka. Boban missed his 2nd free throw on purpose so fans could win free chickenMan of the people @PatBevPod pic.twitter.com/sC8Lp3nTtv— Barstool Sports (@barstoolsports) April 15, 2024 Í útsendingunni frá leiknum mátti heyra lýsanda grípa þetta á lofti og segja: „Ahh! Hann gaf þeim kjúkling! Hann er maður fólksins! Hann gaf frían kjúkling!“ Þrátt fyrir að vítin hafi farið í súginn þá vann Houston leikinn, 116-105, og endaði tímabilið með 41 sigur og 41 tap. Fyrir leikinn var ljóst að liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Clippers enduðu í 4. sæti versturdeildarinnar, með 51 sigur og 31 tap, og mæta Dallas Mavericks í fyrsta einvígi sínu í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Marjanovic lék með Clippers 2018-2019 en í dag leikur þessi tröllvaxni miðherji með Houston Rockets. Í lokaumferð NBA-deildarinnar í gær var Houston 105-97 yfir þegar Marjanovic fékk tvö vítaskot. Hann klikkaði á fyrra skotinu og við það myndaðist mikil eftirvænting á meðal stuðningsmanna Clippers, því búið var að lofa þeim ókeypis kjúklingamáltíð ef tvö vítaskot mótherja í röð færu í súginn. Marjanovic áttaði sig á aðstæðum og benti Clippers-fólkinu á að það þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, hann myndi græja málið. Seinna vítaskotið fór svo á hringinn og áhorfendur fögnuðu ákaft, og Marjanovic gaf skýrt til kynna að hann hefði ætlað sér að klikka. Boban missed his 2nd free throw on purpose so fans could win free chickenMan of the people @PatBevPod pic.twitter.com/sC8Lp3nTtv— Barstool Sports (@barstoolsports) April 15, 2024 Í útsendingunni frá leiknum mátti heyra lýsanda grípa þetta á lofti og segja: „Ahh! Hann gaf þeim kjúkling! Hann er maður fólksins! Hann gaf frían kjúkling!“ Þrátt fyrir að vítin hafi farið í súginn þá vann Houston leikinn, 116-105, og endaði tímabilið með 41 sigur og 41 tap. Fyrir leikinn var ljóst að liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Clippers enduðu í 4. sæti versturdeildarinnar, með 51 sigur og 31 tap, og mæta Dallas Mavericks í fyrsta einvígi sínu í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira