Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifar 15. apríl 2024 15:30 Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru. Hugmyndin er að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra skilji við áfangastaðinn í betra ásigkomulagi en áður en að heimsóknin átti sér stað. Það er því farið einu skrefi lengra en sjálfbærni hugsunin sem snýst um að skilja staði eftir í sama ásigkomulagi fyrir komandi kynslóðir. Þessi nýja hugsun um nærandi viðskiptahætti (e. Regenerative business practices) snýst um kerfishugsun og hristir upp í ýmsum rótgrónum hugmyndum í fyrirtækjarekstri um að einungis hagnaður skipti máli. Við erum öll hluti af þessu sama kerfi, við erum hluti af umhverfinu og því samfélagi sem að við búum í. Á dögunum fór fram vinnustofa hér á landi á vegum Ferðaklasans og CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism) um nærandi ferðaþjónustu. Þar komu saman yfir 80 fulltrúar frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum úr ferðaþjónustunni á Írlandi, Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Íslandi. Það var bæði fræðandi og hvetjandi að sitja vinnustofu með öllum þessum fyrirtækjum sem leggja metnað sinn í nærandi ferðaþjónustu. Það er mikilvægt og spennandi fyrir íslenska ferðaþjónustu að tileinka sér þessa hugmyndafræði til að stuðla að áframhaldandi blómstrandi ferðaþjónustu í sátt við íbúa landsins. Líkt og margar aðrar atvinnugreinar þá gengur ferðaþjónustan á auðlindir landsins og því er mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að græða upp, fræða og minnka sóun. Ferðaþjónustan getur verið mikilvægt tól til að fræða gesti um sögu, menningu og náttúru. Hún er einnig mikilvæg til að styðja við byggðaþróun og tengja fólk við náttúruna og hvort annað. Ég leyfi mér að fullyrða að ferðaþjónustan á Íslandi sé einmitt að gera mikið af þessu nú þegar. Hinsvegar held ég að stundum vanti samtalið við íbúana. Við á Midgard ætlum að gera betur í að auka upplýsingaflæði um hin ýmsu verkefni sem við erum að taka þátt í og útskýra okkar hugsjón. Midgard væri ekki starfandi ef ekki væri fyrir fallegu náttúruperlurnar og nærsamfélagið með allar sínar áhugaverðu hefðir og merkilegu sögu. Það er okkar hlutverk að kynna þessa sögu og hefðir fyrir gestum og styðja við nærsamfélagið með ýmsum hætti. Við þurfum líka að huga að náttúrunni og gerum það meðal annars með því að skapa náttúrutengingu hjá gestum okkar og fræða þau um umhverfisvernd og virðingu fyrir náttúrunni. Við viljum að gestirnir okkar snúi aftur heim eftir magnaða upplifun í okkar íslensku náttúru með fróðleik í farteskinu sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið. Á Midgard leggjum við mikla áherslu á flokkun og fræðslu til gesta um mikilvægi flokkunar og umhverfismál. Við erum stöðugt að vinna í því að minnka matarsóun og búa til verðmæti úr matarsóuninni. Við erum með umhverfisvæna innkaupastefnu og á veitingastað Midgard bjóðum við upp á á hráefni úr heimabyggð. Við leggjum einnig metnað okkar í að auðga nærsamfélagið með menningarviðburðum. Við erum að gera ýmislegt nú þegar en það er líka margt sem að við þurfum að gera betur. Mikilvægt er að fyrirtæki missi ekki móðinn þó að ekki sé hægt að gera allt í einu. Það er mikilvægt að marka sér skýra umhverfisstefnu en vera raunsær og byrja á einu eða fáum verkefnum í einu og fagna öllum litlu sigrunum. Núna í apríl höldum við í annað sinn sjálfbærniviku Midgard. Markmið þessarar viku er að skapa vitundarvakningu, auka fræðslu bæði innan og utan Midgard, græða upp landið, fjarlægja rusl og hafa gaman. Þetta er einn liður í því að stunda nærandi ferðaþjónustu og stuðla að því að okkar nærsamfélag blómstri. Hér fyrir neðan eru opnir viðburðir í sjálfbærni viku Midgard. Við hvetjum öll áhugsöm til að taka þátt. 24. apríl 21:00: Fyrirlestur um norræna goðafræði á Midgard Base Camp - á ensku 25. apríl 15:00 -16:30: Plokkhlaup 6 km frá Midgard á Hvolsvelli 29. apríl 13:00: Fyrirlestur um Bokhasi moltugerð Meltu á Midgard Base Camp - á ensku 30. apríl: Hreinsun Landeyjarfjöru með Bláa Hernum, tímasetning auglýst síða Höfundur rekur ferðaþjónustufyrirtækið Midgard á Hvolsvelli ásamt vinum og fjölskyldum og er með meistaragráðu í umhverfis og auðlindafræði. Meistararitgerðin fjallaði um nærandi ferðaþjónustu og sjálfbært viðskiptamódel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru. Hugmyndin er að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra skilji við áfangastaðinn í betra ásigkomulagi en áður en að heimsóknin átti sér stað. Það er því farið einu skrefi lengra en sjálfbærni hugsunin sem snýst um að skilja staði eftir í sama ásigkomulagi fyrir komandi kynslóðir. Þessi nýja hugsun um nærandi viðskiptahætti (e. Regenerative business practices) snýst um kerfishugsun og hristir upp í ýmsum rótgrónum hugmyndum í fyrirtækjarekstri um að einungis hagnaður skipti máli. Við erum öll hluti af þessu sama kerfi, við erum hluti af umhverfinu og því samfélagi sem að við búum í. Á dögunum fór fram vinnustofa hér á landi á vegum Ferðaklasans og CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism) um nærandi ferðaþjónustu. Þar komu saman yfir 80 fulltrúar frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum úr ferðaþjónustunni á Írlandi, Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Íslandi. Það var bæði fræðandi og hvetjandi að sitja vinnustofu með öllum þessum fyrirtækjum sem leggja metnað sinn í nærandi ferðaþjónustu. Það er mikilvægt og spennandi fyrir íslenska ferðaþjónustu að tileinka sér þessa hugmyndafræði til að stuðla að áframhaldandi blómstrandi ferðaþjónustu í sátt við íbúa landsins. Líkt og margar aðrar atvinnugreinar þá gengur ferðaþjónustan á auðlindir landsins og því er mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að græða upp, fræða og minnka sóun. Ferðaþjónustan getur verið mikilvægt tól til að fræða gesti um sögu, menningu og náttúru. Hún er einnig mikilvæg til að styðja við byggðaþróun og tengja fólk við náttúruna og hvort annað. Ég leyfi mér að fullyrða að ferðaþjónustan á Íslandi sé einmitt að gera mikið af þessu nú þegar. Hinsvegar held ég að stundum vanti samtalið við íbúana. Við á Midgard ætlum að gera betur í að auka upplýsingaflæði um hin ýmsu verkefni sem við erum að taka þátt í og útskýra okkar hugsjón. Midgard væri ekki starfandi ef ekki væri fyrir fallegu náttúruperlurnar og nærsamfélagið með allar sínar áhugaverðu hefðir og merkilegu sögu. Það er okkar hlutverk að kynna þessa sögu og hefðir fyrir gestum og styðja við nærsamfélagið með ýmsum hætti. Við þurfum líka að huga að náttúrunni og gerum það meðal annars með því að skapa náttúrutengingu hjá gestum okkar og fræða þau um umhverfisvernd og virðingu fyrir náttúrunni. Við viljum að gestirnir okkar snúi aftur heim eftir magnaða upplifun í okkar íslensku náttúru með fróðleik í farteskinu sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið. Á Midgard leggjum við mikla áherslu á flokkun og fræðslu til gesta um mikilvægi flokkunar og umhverfismál. Við erum stöðugt að vinna í því að minnka matarsóun og búa til verðmæti úr matarsóuninni. Við erum með umhverfisvæna innkaupastefnu og á veitingastað Midgard bjóðum við upp á á hráefni úr heimabyggð. Við leggjum einnig metnað okkar í að auðga nærsamfélagið með menningarviðburðum. Við erum að gera ýmislegt nú þegar en það er líka margt sem að við þurfum að gera betur. Mikilvægt er að fyrirtæki missi ekki móðinn þó að ekki sé hægt að gera allt í einu. Það er mikilvægt að marka sér skýra umhverfisstefnu en vera raunsær og byrja á einu eða fáum verkefnum í einu og fagna öllum litlu sigrunum. Núna í apríl höldum við í annað sinn sjálfbærniviku Midgard. Markmið þessarar viku er að skapa vitundarvakningu, auka fræðslu bæði innan og utan Midgard, græða upp landið, fjarlægja rusl og hafa gaman. Þetta er einn liður í því að stunda nærandi ferðaþjónustu og stuðla að því að okkar nærsamfélag blómstri. Hér fyrir neðan eru opnir viðburðir í sjálfbærni viku Midgard. Við hvetjum öll áhugsöm til að taka þátt. 24. apríl 21:00: Fyrirlestur um norræna goðafræði á Midgard Base Camp - á ensku 25. apríl 15:00 -16:30: Plokkhlaup 6 km frá Midgard á Hvolsvelli 29. apríl 13:00: Fyrirlestur um Bokhasi moltugerð Meltu á Midgard Base Camp - á ensku 30. apríl: Hreinsun Landeyjarfjöru með Bláa Hernum, tímasetning auglýst síða Höfundur rekur ferðaþjónustufyrirtækið Midgard á Hvolsvelli ásamt vinum og fjölskyldum og er með meistaragráðu í umhverfis og auðlindafræði. Meistararitgerðin fjallaði um nærandi ferðaþjónustu og sjálfbært viðskiptamódel.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun