Orka, loftslag og náttúra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. apríl 2024 20:00 Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun