Uppgjör og viðtal: Valur - Víkingur 1-1 | Bikarmeistar Víkings Meistarar meistaranna Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2024 21:40 Meistarar meistaranna. Vísir/Anton Brink Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ á N1-vellinum í kvöld. Leikurinn var jafn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og höfðu Víkingar betur í vítaspyrnukeppni. Meistarakeppni KSÍ er árleg keppni milli Íslands- og bikarmeistara síðasta tímabils. Það voru aðeins liðnar rétt rúmlega fimm mínútur af leiknum þegar Víkingur vann boltann á miðsvæðinu. Shaina Ashouri, sem kom til liðsins frá FH, og Sigdís Eva Bárðardóttir léku á milli sín fyrir utan vítateig Vals. Sóknin endaði með laglegu innanfótarskoti Sigdísar rétt fyrir utan vítateig og söng boltinn í markinu, óverjandi fyrir Fanneyju Birkisdóttur í marki Vals. Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði mark Víkings á meðan Hailey Whitaker brenndi af í vítaspyrnukeppninni.Vísir/Anton Brink Liðin skiptust á að sækja í fyrri hálfleik og beita skyndisóknum en sendingarnar á síðasta þriðjungi vallarins voru ekki nægilega nákvæmar og var ekki mikið um opin færi. Það var allt annað að sjá til Valskvenna í síðari hálfleik og mun meiri kraftur í sóknarlínu Íslandsmeistaranna. Á 52. mínútu fékk Valur aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Amanda Andradóttir fékk það hlutskipti að taka spyrnuna og hún þrumaði knettinum af tæplega 30 metra færi í bláhornið. Stórkostlegt mark frá Amöndu og Valskonur komnar á bragðið. Amanda Andradóttir skoraði stórglæsilegt mark.Vísir/Anton Brink Nadía Atladóttir kom inn á fyrir Val á móti sínum gömlu félögum og fékk gullið tækifæri til að koma sínu nýja félagi yfir í síðari hálfleik en brást bogalistin og hitti boltann ekki nægilega vel í upplögðu marktækifæri. Amanda Andradóttir kom sér í algjört dauðafæri undir lok leiks eftir að hafa leikið varnarmenn Víkinga grátt en inn fór boltinn ekki. Eftir venjulegan leiktíma var staðan enn 1-1 og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Liðin þurftu að taka sex víti hvor til að útkljá einvígið og var það að lokum Gígja V. Harðardóttir sem innsiglaði sigurinn fyrir gestina með sjöttu spyrnu Víkinga. Augnablikið þegar Víkingar tryggðu sigurinn. Gígja Valgerður Harðardóttir var öryggið uppmálað á punktinum. Svona á að gera þetta pic.twitter.com/wCZAJauJ2V— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024 Rétt áður hafði Hailey Whitaker brennt af en Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, varði vel frá henni. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir sátt.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Bæði mörk leiksins voru af dýrari gerðinni og erfitt gera upp á milli þeirra. Víkingur leiðir í snjónum á Hlíðarenda! Sigdís Eva Bárðardóttir með skotið fyrir utan vítateig eftir gott samspil pic.twitter.com/95Sk727ToW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024 Íslandsmeistararnir eru búnir að jafna. Amanda Andradóttir þrumaði knettinum í hornið úr aukaspyrnu. Svona á að gera þetta! pic.twitter.com/XOTzl6rF5p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024 Næstum því atvik leiksins á Nadía Atladóttir þegar hún var hársbreidd að koma Val yfir með sinni fyrstu snertingu í leiknum á 65. mínútu. Hún hafði komið inn á nokkrum sekúndum áður en Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, varði skot hennar af stuttu færi. Stjörnur og skúrkar Amanda Andradóttir var allt í öllu í sóknarleik Vals í síðari hálfleik. Skoraði stórglæsilegt mark og lagði upp nokkur kjörin marktækifæri. Varnarlína Víkinga stóðst pressuna gegn Íslandsmeisturunum og var ekki að sjá að um nýliða í Bestu deildinni væri að ræða. Leikurinn var án stórra mistaka eða vafaatriða en Valskonur hefðu líklegast viljað nýta færin mun betur í síðari hálfleik. Katherine Cousins og Hailey Whitaker brenna af í vítaspyrnukeppninni og það tryggir Víkingum sigurinn á endanum. Dómarar Þórður Þorsteinn Þórðarson var með flautuna í leiknum í kvöld. Mögulega hefðu Valskonur átt að fá víti undir lok leiks þegar boltinn virtist fara í höndina á Gígju Harðardóttur en Skagamaðurinn dæmdi ekkert. Fyrir utan það atvik var Þórður með góð tök á leiknum og lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Stemning og umgjörð Valur bauð upp á sameiginlegt stuðningsmannasvæði, Fan Zone, fyrir leik. Stuðningsmenn beggja liða mættu í hamborgara og boðið var upp á lifandi og háfleygar umræður í Valsheimilinu. Vetur konungur var einnig mættur á völlinn og setti snjókoma strik í reikninginn. Líklegast voru það einhverjir stuðningsmenn sem ákváðu að vera heima eftir að hafa litið út um gluggann rétt fyrir leik. Besta deild kvenna Valur Víkingur Reykjavík
Víkingur sigraði Val í Meistarakeppni KSÍ á N1-vellinum í kvöld. Leikurinn var jafn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og höfðu Víkingar betur í vítaspyrnukeppni. Meistarakeppni KSÍ er árleg keppni milli Íslands- og bikarmeistara síðasta tímabils. Það voru aðeins liðnar rétt rúmlega fimm mínútur af leiknum þegar Víkingur vann boltann á miðsvæðinu. Shaina Ashouri, sem kom til liðsins frá FH, og Sigdís Eva Bárðardóttir léku á milli sín fyrir utan vítateig Vals. Sóknin endaði með laglegu innanfótarskoti Sigdísar rétt fyrir utan vítateig og söng boltinn í markinu, óverjandi fyrir Fanneyju Birkisdóttur í marki Vals. Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði mark Víkings á meðan Hailey Whitaker brenndi af í vítaspyrnukeppninni.Vísir/Anton Brink Liðin skiptust á að sækja í fyrri hálfleik og beita skyndisóknum en sendingarnar á síðasta þriðjungi vallarins voru ekki nægilega nákvæmar og var ekki mikið um opin færi. Það var allt annað að sjá til Valskvenna í síðari hálfleik og mun meiri kraftur í sóknarlínu Íslandsmeistaranna. Á 52. mínútu fékk Valur aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Amanda Andradóttir fékk það hlutskipti að taka spyrnuna og hún þrumaði knettinum af tæplega 30 metra færi í bláhornið. Stórkostlegt mark frá Amöndu og Valskonur komnar á bragðið. Amanda Andradóttir skoraði stórglæsilegt mark.Vísir/Anton Brink Nadía Atladóttir kom inn á fyrir Val á móti sínum gömlu félögum og fékk gullið tækifæri til að koma sínu nýja félagi yfir í síðari hálfleik en brást bogalistin og hitti boltann ekki nægilega vel í upplögðu marktækifæri. Amanda Andradóttir kom sér í algjört dauðafæri undir lok leiks eftir að hafa leikið varnarmenn Víkinga grátt en inn fór boltinn ekki. Eftir venjulegan leiktíma var staðan enn 1-1 og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Liðin þurftu að taka sex víti hvor til að útkljá einvígið og var það að lokum Gígja V. Harðardóttir sem innsiglaði sigurinn fyrir gestina með sjöttu spyrnu Víkinga. Augnablikið þegar Víkingar tryggðu sigurinn. Gígja Valgerður Harðardóttir var öryggið uppmálað á punktinum. Svona á að gera þetta pic.twitter.com/wCZAJauJ2V— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024 Rétt áður hafði Hailey Whitaker brennt af en Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, varði vel frá henni. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir sátt.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Bæði mörk leiksins voru af dýrari gerðinni og erfitt gera upp á milli þeirra. Víkingur leiðir í snjónum á Hlíðarenda! Sigdís Eva Bárðardóttir með skotið fyrir utan vítateig eftir gott samspil pic.twitter.com/95Sk727ToW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024 Íslandsmeistararnir eru búnir að jafna. Amanda Andradóttir þrumaði knettinum í hornið úr aukaspyrnu. Svona á að gera þetta! pic.twitter.com/XOTzl6rF5p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024 Næstum því atvik leiksins á Nadía Atladóttir þegar hún var hársbreidd að koma Val yfir með sinni fyrstu snertingu í leiknum á 65. mínútu. Hún hafði komið inn á nokkrum sekúndum áður en Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkinga, varði skot hennar af stuttu færi. Stjörnur og skúrkar Amanda Andradóttir var allt í öllu í sóknarleik Vals í síðari hálfleik. Skoraði stórglæsilegt mark og lagði upp nokkur kjörin marktækifæri. Varnarlína Víkinga stóðst pressuna gegn Íslandsmeisturunum og var ekki að sjá að um nýliða í Bestu deildinni væri að ræða. Leikurinn var án stórra mistaka eða vafaatriða en Valskonur hefðu líklegast viljað nýta færin mun betur í síðari hálfleik. Katherine Cousins og Hailey Whitaker brenna af í vítaspyrnukeppninni og það tryggir Víkingum sigurinn á endanum. Dómarar Þórður Þorsteinn Þórðarson var með flautuna í leiknum í kvöld. Mögulega hefðu Valskonur átt að fá víti undir lok leiks þegar boltinn virtist fara í höndina á Gígju Harðardóttur en Skagamaðurinn dæmdi ekkert. Fyrir utan það atvik var Þórður með góð tök á leiknum og lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Stemning og umgjörð Valur bauð upp á sameiginlegt stuðningsmannasvæði, Fan Zone, fyrir leik. Stuðningsmenn beggja liða mættu í hamborgara og boðið var upp á lifandi og háfleygar umræður í Valsheimilinu. Vetur konungur var einnig mættur á völlinn og setti snjókoma strik í reikninginn. Líklegast voru það einhverjir stuðningsmenn sem ákváðu að vera heima eftir að hafa litið út um gluggann rétt fyrir leik.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti