„Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 23:52 Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks. vísir/arnar Framkvæmdastjóri Jáverks segir að afleiðingar aðgerðarleysis stjórnvalda í húsnæðismálum séu að koma fram núna. Dýrt fjármagn og skortur á lóðaframboði hægi á uppbyggingu. Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07
Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30