Skynsamlegt að selja Íslandsbanka Teitur Björn Einarsson skrifar 17. apríl 2024 16:01 Ríkið á miklar eignir. Um 1.300 milljarða króna eru bundnar í eignarhaldi á um 40 ríkisfyrirtækjum, 900 fasteignum og yfir 400 jörðum. Skynsamlegt er að hefja skipulega sölu á þessum eignum sem ekki nýtast í rekstri ríkisins og minnka skuldir ríkissjóðs. Það er fagnaðarefni að í fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 er einmitt sú stefnumörkun sett fram og vegur sala á eftirstandandi 42,5% eignarhlut í Íslandsbanka þar mestu. Þessu tengdu mælti fjármálaráðherra í vikunni fyrir frumvarpi á Alþingi um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka. Þar er kveðið á um að ráðherra verði heimilað að selja eftirstandandi hluti í Íslandsbanka með markaðssettu útboði sem er opið bæði almenningi og fagfjárfestum. Slíkt sölufyrirkomulag er einfalt og skýrt og vel til þess fallið að fylgja meginreglum sem áhersla er lögð á við ráðstöfun ríkiseigna: gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Röksemdir fyrir sölunni Rökin fyrir því að klára söluna eru einkum af tvennum toga. Í fyrsta lagi er það skynsamlegt út frá hagsmunum ríkissjóðs, og þar með almennings, að losa um allt að 100 milljarða króna sem bundnar eru í Íslandsbanka og ráðstafa söluandvirðinu til að lækka skuldir ríkisjóðs og þar með vaxtagjöld. Í öðru lagi er ríkið alls ekki góður eigandi að fyrirtæki á samkeppnismarkaði og er það óréttlætanleg áhætta með almannafé. Með því að ráðstafa andvirði Íslandsbanka til niðurgreiðslu skulda má gera ráð fyrir að skuldahlutfall ríkissjóðs geti lækkað um 1% af vergri landsframleiðslu. Skuldir ríkissjóðs á þessu ári nema 1.444 milljörðum króna og er vaxtajöfnuður neikvæður um 71 milljarð króna. Segja má að vaxtagjöld séu þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á eftir heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Það er því til mikils að vinna að lækka skuldir ríkisins og þar með vaxtagreiðslur til að hægt sé að sinna betur grunnþjónustu ríkisins og fjármagna samfélagslega arðbæra innviðauppbyggingu. Á móti er bent á að ríkið fær ekki lengur arðgreiðslur frá bankanum eftir sölu á hlutunum. Því er til að svara að við ákvörðun á verði á hlutum í Íslandsbanka er búið að vigta inn væntar framtíðararðgreiðslur. Þá er bankarekstur áhættusamur og alls óvíst hver arðsemi eignarinnar verður til framtíðar litið. Í ljósi hárra vaxta á skuldum ríkissjóðs er enn fremur mun skynsamlegra að greiða niður skuldir en að ávaxta fjármunina í bankanum. Ríkið er ekki góður eigandi Einkaaðili hefur mikla og beina hagsmuni af því að fyrirtækið sitt sé vel rekið og skili arði. Til þess þarf eigandinn að hafa góða þekkingu á rekstrinum, velja stjórnarmenn af kostgæfni og vera vakinn og sofinn yfir breytingum og framþróun á markaði. Þessu er ekki eins farið þegar ríkið er eigandi vegna þess að af eignarhaldinu leiðir innbyggður stjórnunar- og umboðsvandi sem erfitt er að ráða bóta á. Ákvörðun bankaráðs Landsbanka um að kaupa allt hlutafé í TM, í trássi við eigendastefnu ríkisins og án fullnægjandi upplýsingargjafar til Bankasýslunnar, er skýrt dæmi um þennan vanda. Almennt er gengið út frá því að stjórnmálamenn eigi ekki að skipta sér af daglegum rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins heldur eftirláta þeim sem betur til þekkja að stýra fyrirtækjunum. Í tilviki eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum er gengið enn lengra og Bankasýslunni eftirlátið umsjón með eigendastefnunni en þar fyrir utan er svo óháðri valnefnd gert að tilnefna stjórnarmenn í stjórnir félaganna. Tengsl stjórnenda við eigandann og eigandastefnuna verða þannig afar óljós og umboðsvandinn þeim mun meiri. Stjórnendur freistast til að taka ákvarðanir óháð vilja eigandans en þurfa á sama tíma ekki að svara fyrir ákvarðanir sínar gagnvart almenningi. Spyrja verður til hvers er ríkið eiginlega að eiga fyrirtæki í samkeppnisrekstri og til hagsbóta fyrir hvern? Vanda þarf til verka Frá þeim tíma er ríkið eignaðist Íslandsbanka hefur verið samstaða um að selja bankann. Heilt yfir náðust helstu markmið ríkisins við sölur í bankanum árin 2021 og 2022 þegar horft er til verðs og samsetningu eignarhalds. En misbrestur var á við framkvæmdina í seinna útboðinu og ljóst að það fyrirkomulag samræmdist ekki nægjanlega viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Úr því er bætt í frumvarpinu um söluna á Íslandsbanka. Þannig er skýrt kveðið á um tilboðsleið með markaðssettu útboði sem allir geta tekið þátt í, gagnsæi tryggt með því að skilyrði og forsendur útboðsins séu öllum ljósar og birtingu lista yfir kaupendur í framhaldinu. Söluþóknun til söluaðila er fastákveðin, skýrt kveðið á um framkvæmdina og skylda lögð á ráðherra að láta óháða athugun á sölunni fara fram. Fleiri atriði munu líklega koma fram í þinglegri meðferð sem eru vonandi til þess fallin að styrkja umgjörðina frekar. Opin og málefnaleg umræða um skynsamlegt fyrirkomulag er til þess fallin að skapa meira traust um framkvæmd sölunnar. Aðalatriði er að tryggja gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við söluna. Forsendan er að það er skynsamlegt fyrir ríkissjóð að losa um eignarhaldið og ráðstafa söluandvirðinu með skýrum hætti í þágu almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Rekstur hins opinbera Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ríkið á miklar eignir. Um 1.300 milljarða króna eru bundnar í eignarhaldi á um 40 ríkisfyrirtækjum, 900 fasteignum og yfir 400 jörðum. Skynsamlegt er að hefja skipulega sölu á þessum eignum sem ekki nýtast í rekstri ríkisins og minnka skuldir ríkissjóðs. Það er fagnaðarefni að í fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 er einmitt sú stefnumörkun sett fram og vegur sala á eftirstandandi 42,5% eignarhlut í Íslandsbanka þar mestu. Þessu tengdu mælti fjármálaráðherra í vikunni fyrir frumvarpi á Alþingi um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka. Þar er kveðið á um að ráðherra verði heimilað að selja eftirstandandi hluti í Íslandsbanka með markaðssettu útboði sem er opið bæði almenningi og fagfjárfestum. Slíkt sölufyrirkomulag er einfalt og skýrt og vel til þess fallið að fylgja meginreglum sem áhersla er lögð á við ráðstöfun ríkiseigna: gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Röksemdir fyrir sölunni Rökin fyrir því að klára söluna eru einkum af tvennum toga. Í fyrsta lagi er það skynsamlegt út frá hagsmunum ríkissjóðs, og þar með almennings, að losa um allt að 100 milljarða króna sem bundnar eru í Íslandsbanka og ráðstafa söluandvirðinu til að lækka skuldir ríkisjóðs og þar með vaxtagjöld. Í öðru lagi er ríkið alls ekki góður eigandi að fyrirtæki á samkeppnismarkaði og er það óréttlætanleg áhætta með almannafé. Með því að ráðstafa andvirði Íslandsbanka til niðurgreiðslu skulda má gera ráð fyrir að skuldahlutfall ríkissjóðs geti lækkað um 1% af vergri landsframleiðslu. Skuldir ríkissjóðs á þessu ári nema 1.444 milljörðum króna og er vaxtajöfnuður neikvæður um 71 milljarð króna. Segja má að vaxtagjöld séu þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á eftir heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Það er því til mikils að vinna að lækka skuldir ríkisins og þar með vaxtagreiðslur til að hægt sé að sinna betur grunnþjónustu ríkisins og fjármagna samfélagslega arðbæra innviðauppbyggingu. Á móti er bent á að ríkið fær ekki lengur arðgreiðslur frá bankanum eftir sölu á hlutunum. Því er til að svara að við ákvörðun á verði á hlutum í Íslandsbanka er búið að vigta inn væntar framtíðararðgreiðslur. Þá er bankarekstur áhættusamur og alls óvíst hver arðsemi eignarinnar verður til framtíðar litið. Í ljósi hárra vaxta á skuldum ríkissjóðs er enn fremur mun skynsamlegra að greiða niður skuldir en að ávaxta fjármunina í bankanum. Ríkið er ekki góður eigandi Einkaaðili hefur mikla og beina hagsmuni af því að fyrirtækið sitt sé vel rekið og skili arði. Til þess þarf eigandinn að hafa góða þekkingu á rekstrinum, velja stjórnarmenn af kostgæfni og vera vakinn og sofinn yfir breytingum og framþróun á markaði. Þessu er ekki eins farið þegar ríkið er eigandi vegna þess að af eignarhaldinu leiðir innbyggður stjórnunar- og umboðsvandi sem erfitt er að ráða bóta á. Ákvörðun bankaráðs Landsbanka um að kaupa allt hlutafé í TM, í trássi við eigendastefnu ríkisins og án fullnægjandi upplýsingargjafar til Bankasýslunnar, er skýrt dæmi um þennan vanda. Almennt er gengið út frá því að stjórnmálamenn eigi ekki að skipta sér af daglegum rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins heldur eftirláta þeim sem betur til þekkja að stýra fyrirtækjunum. Í tilviki eignarhalds ríkisins á fjármálafyrirtækjum er gengið enn lengra og Bankasýslunni eftirlátið umsjón með eigendastefnunni en þar fyrir utan er svo óháðri valnefnd gert að tilnefna stjórnarmenn í stjórnir félaganna. Tengsl stjórnenda við eigandann og eigandastefnuna verða þannig afar óljós og umboðsvandinn þeim mun meiri. Stjórnendur freistast til að taka ákvarðanir óháð vilja eigandans en þurfa á sama tíma ekki að svara fyrir ákvarðanir sínar gagnvart almenningi. Spyrja verður til hvers er ríkið eiginlega að eiga fyrirtæki í samkeppnisrekstri og til hagsbóta fyrir hvern? Vanda þarf til verka Frá þeim tíma er ríkið eignaðist Íslandsbanka hefur verið samstaða um að selja bankann. Heilt yfir náðust helstu markmið ríkisins við sölur í bankanum árin 2021 og 2022 þegar horft er til verðs og samsetningu eignarhalds. En misbrestur var á við framkvæmdina í seinna útboðinu og ljóst að það fyrirkomulag samræmdist ekki nægjanlega viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Úr því er bætt í frumvarpinu um söluna á Íslandsbanka. Þannig er skýrt kveðið á um tilboðsleið með markaðssettu útboði sem allir geta tekið þátt í, gagnsæi tryggt með því að skilyrði og forsendur útboðsins séu öllum ljósar og birtingu lista yfir kaupendur í framhaldinu. Söluþóknun til söluaðila er fastákveðin, skýrt kveðið á um framkvæmdina og skylda lögð á ráðherra að láta óháða athugun á sölunni fara fram. Fleiri atriði munu líklega koma fram í þinglegri meðferð sem eru vonandi til þess fallin að styrkja umgjörðina frekar. Opin og málefnaleg umræða um skynsamlegt fyrirkomulag er til þess fallin að skapa meira traust um framkvæmd sölunnar. Aðalatriði er að tryggja gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við söluna. Forsendan er að það er skynsamlegt fyrir ríkissjóð að losa um eignarhaldið og ráðstafa söluandvirðinu með skýrum hætti í þágu almennings. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun