Stjórnarmaður í RÚV segir opinber hlutafélög fé án hirðis Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 23:36 Ingvar Smári er stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu. Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hlaut í dag endurkjör í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir stofnunina reyna að hámarka auglýsingatekjur og hasla sér völl á sem flestum miðlum. Það hafi mikil ruðningsáhrif á markaði í ljósi mikillar fjárhagslegrar meðgjafar Ríkisútvarpsins. Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47