Kom öllum að óvörum með fleiri lögum í nótt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2024 09:44 Taylor Swift hefur haft nóg að gera og nú er loksins nýja platan komin út. Ashok Kumar/TAS24/Getty Ellefta og nýjasta plata bandarísku söngkonunnar Taylor Swift kom út í nótt. Öllum að óvörum hefur söngkonan tilkynnt að platan er tvöföld og fimmtán aukalög á plötunni sem enginn bjóst við. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety en eins og aðdáendur vita heitir platan The Tortured Poets Department: The Anthology. Söngkonan byrjaði á að gefa út fimmtán lög í nótt en tveimur tímum síðar kom hún aðdáendum á óvart. „Ég hafði skrifað svo mikið undanfarin tvö ár og vildi deila því öllu með ykkur, svo hér er seinni hlutinn af TTPD: THe Anthology. 15 aukalög,“ skrifaði söngkonan í óvæntri færslu á Instagram. „Núna er þetta ekki lengur mín saga, heldur ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Gagnrýnendur vestanhafs hafa keppst við að birta umfjallanir um plötuna í morgun. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að það sé óumdeilanlegt að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar leikarinn Joe Alwyn. Þau voru saman í sex ár og segir í umfjöllun miðilsins að söngkonan greini hispurslaust frá því í lögum sínum að hann hafi reynt sitt besta til að halda sköpunargáfu hennar niðri. Parið hætti saman í fyrra og segir í umfjöllun miðilsins að langt sé síðan Swift hafi gefið út plötu í þessum stíl. Einsog fram hefur komið hefur frægðarsól söngkonunnar aldrei skinið skærar. Í fyrra var greint frá því að hún hefði hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu Eras og að hún væri orðin milljarðamæringur. Þá var hún valin manneskja ársins af tímaritinu TIME. Tímaritið líkti henni við tilefnið við veðrið. Hún hafi hreinlega verið alls staðar. Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety en eins og aðdáendur vita heitir platan The Tortured Poets Department: The Anthology. Söngkonan byrjaði á að gefa út fimmtán lög í nótt en tveimur tímum síðar kom hún aðdáendum á óvart. „Ég hafði skrifað svo mikið undanfarin tvö ár og vildi deila því öllu með ykkur, svo hér er seinni hlutinn af TTPD: THe Anthology. 15 aukalög,“ skrifaði söngkonan í óvæntri færslu á Instagram. „Núna er þetta ekki lengur mín saga, heldur ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Gagnrýnendur vestanhafs hafa keppst við að birta umfjallanir um plötuna í morgun. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að það sé óumdeilanlegt að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar leikarinn Joe Alwyn. Þau voru saman í sex ár og segir í umfjöllun miðilsins að söngkonan greini hispurslaust frá því í lögum sínum að hann hafi reynt sitt besta til að halda sköpunargáfu hennar niðri. Parið hætti saman í fyrra og segir í umfjöllun miðilsins að langt sé síðan Swift hafi gefið út plötu í þessum stíl. Einsog fram hefur komið hefur frægðarsól söngkonunnar aldrei skinið skærar. Í fyrra var greint frá því að hún hefði hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu Eras og að hún væri orðin milljarðamæringur. Þá var hún valin manneskja ársins af tímaritinu TIME. Tímaritið líkti henni við tilefnið við veðrið. Hún hafi hreinlega verið alls staðar.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira