Vaknaði í angist alla morgna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2024 11:31 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist á mjög friðsælum og góðum stað í lífinu, eftir áraraðir af kvíða áhyggjum og áfallastreitu. Steinunn, sem er gestur í nýjasta þætti af podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa lært að dómharka sé tilgangslaus og að þjáning sé eðlilegur hluti af tilverunni. „Ég hef stundað hugleiðslu núna í talsverðan tíma á hverjum morgni og það hefur alveg breytt minni tilveru. Mér finnst verst að ég hafi ekki byrjað á þessu fyrr. Lengi framan af ævinni vaknaði ég alltaf í angist. Með bullandi áhyggjur yfir öllu sem væri óorðið og ókomið og það er rosalega slítandi. Ég var orðin mjög þreytt á viðbrögðum sem ég skildi ekki hvað voru að koma. Ég var líka að reiðast og fá hræðslutilfinningu í aðstæðum sem gáfu mér í raun ekkert tilefni til að upplifa þær tilfinningar. Þetta er tegund af áfallastreituröskun sem ég þjáðist af mjög lengi, en með hjálp góðra manna fékk ég aðstoð við að skilja að það væri ekki raunverulegt að það væri heimsendir í hvert skipti sem maður vaknar á morgnana,“ segir Steinunn Ólína. „Ef það setjast inn í okkur einhverjar villur eða sár þegar við erum lítil þá geta þau látið á sér kræla þegar við erum fullorðin án þess að við skiljum af hverju. Ég fór í meðferð við áfallastreitu og sem betur fer er talsvert síðan ég losnaði undan þessu fangelsi, en þetta fylgdi mér alveg undir fertugt. Ég áttaði mig á því að ég var með innibyrgða reiði og gremju gagnvart manneskjum sem ég gat ekki átt neitt uppgjör við. Ég hafði valið að taka ábyrgð á mér sem fullorðinni manneskju og þar með í raun gert lítið úr hlutum sem ég hafði orðið fyrir. Það getur tvennt verið lifandi á sama tíma. Væntumþykja í garð einhvers, en að sama skapi að viðkomandi hafi framið hegðun sem var ófyrirgefanleg. Þegar ég náði að skilja þetta að fullu losnaði um einhverja eldgamla hnúta,“ segir Steinunn, sem segir að þegar hún hafi náð að koma sjálfri sér út úr þessu ástandi hafi viðhorf hennar gjörbreyst og dómharkan minnkað. Vill auka kærlega og samkennd í samfélaginu „Allar manneskjur sem við mætum eru að glíma við sitt án þess að það standi utan á þeim. Þegar maður losnar úr því fangelsi að vera stöðugt í ,,fight or flight” ástandi, þá á maður enga dómhörku eftir gagnvart öðru fólki. Lífið er stundum þjáningafullt og við myndum ekki upplifa sanna gleði nema af því að við höfum þjáðst og við myndum ekki skilja þjáninguna nema af því að við höfum verið glöð. Aðeins með því að samþykkja það að hvort tveggja sé hluti af lífinu getum við raunverulega farið að hafa gaman að því að vera til. Lífið er oft hversdagslegt og það er bara allt í lagi. Ég er komin á þann stað að ég hef bara almennt gaman að tilverunni. Þessi innri ró er mjög eftirsóknarverð og það að líða vel í eigin skinni er dásamleg tilfinning.“ Steinunn segir að ef hún næði kjöri sem forseti myndi hún vilja beita sér fyrir því að við myndum draga úr samkeppni og dómhörku og auka kærleika og samkennd í samfélaginu. „Við fæðumst ekki í heiminn til þess að vera ein og skara fram úr og segja ,,hí á aðra”. Við komum hingað til þess að eiga í góðum samskiptum við annað fólk og það er í eðli okkar að vilja hjálpa öðrum trúi ég. Við viljum vera elskuð og við viljum elska annað fólk og vera hjálpsöm. En þetta hefur bara alls ekki verið sett á oddinn á síðustu áratugum. Það hefur meira verið sett á oddinn að þú þurfir að skara fram úr og vera fínastur, ríkastur, flottastur og bestur. Því er stanslaust haldið að okkur að hamingjan felist í því hvaða bíl við eigum, hvernig við búum, hvernig við lítum út eða hvernig við klæðumst. Þetta er allt hið ytra og ég vil trúa því að við vitum öll að þarna eru ekki raunverulegu verðmætin. Ég myndi óska þess að við færum að meta raunveruleg verðmæti meira en við höfum gert. Það er eitthvað skakkt við vermætamatið og það hefur búið til mikla vanlíðan.“ Muni aldrei þykjast vera skoðanalaus Steinunn segir að tilveran verði mun auðveldari þegar við hættum að þykjast vera fullkomin og að þeir sem séu í stjórnmálum og gegni mikilvægum embættum megi sérstaklega huga að því að þora að vera þeir sjálfir. „Við erum náttúrulega öll meingölluð og þegar við sættum okkur við það verður tilveran miklu auðveldari. En það er stundum eins og að þegar fólk verður fullorðið klæði það sig í fullorðinsbúninginn og fari að litast af þeim störfum sem það gegnir í samfélaginu. Oft þegar maður hittir fólk í fyrsta skipti sem maður þekkir ekki mætir maður bara búningnum af manneskjunni, af því að það eru uppi hugmyndir um það hvernig maður eigi að haga sér miðað við stöðuna í samfélaginu,“ segir Steinunn Ólína. „Þannig að maður mætir oftast leikbúningnum fyrst áður en maður kemst inn að manneskjunni sjálfri. Þetta á ekki síst við um stjórnmál og fólk í stjórnmálum. Ég held að stjórnmálin væru miklu áhugaverðari ef að manneskjur í stjórnmálum væru ekki uppteknar af því að vera embættismenn og myndu þora að vera þær sjálfar. Við viljum sjá fyrir hvað fólk brennur og hver þú raunverulega ert,“ segir Steinunn Ólína og heldur áfram: „Maður hefur oft séð brennandi hugsjónafólk fara inn á Alþingi og gefast bara upp. Ég mun aldrei þykjast vera skoðanalaus manneskja og myndi ekki geta farið gegn sannfæringu minni bara til að falla í kramið hjá einhverjum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fólk viti hvar það hefur þá sem gegna mikilvægum embættum í samfélaginu.“ Valdi að heyja sitt dauðastríð fyrir opnum tjöldum Í þættinum ræðir Steinunn líka um þá lífsreynslu þegar hún missti eiginmann sinn, leikarann Stefán Karl Stefánsson, árið 2018. Þau voru gift í sextán ár og eignuðust saman fjögur börn. „Stefán valdi að heyja sitt dauðastríð fyrir opnum tjöldum. Það var auðvitað dálítið erfitt fyrir okkur fjölskylduna, þó að við styddum hann í því. Tilgangurinn hjá honum var meðal annars að brjóta tabú í kringum dauðann. Ég uppgötvaði sjálf í gegnum þetta ferli hvað við erum hrædd við dauðann í okkar samfélagi og hvað hann er innpakkaður og í raun mikið feimnismál. Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu,“ segir Steinunn Ólína. „Það eru alltaf gjafir í mótlætinu. Því má fólk ekki gleyma. Í svartasta myrkrinu er alltaf einhver gluggi eða einhverjar dyr sem geta kennt manni ótrúlega mikið. Við höldum alltaf að við stjórnum öllu, en það er bara einfaldlega ekki þannig. Þegar maður stendur frammi fyrir því að vera með ástvin í þessarri stöðu og geta ekkert gert, þá áttar maður sig á því að raunverulega getur maður aldrei stjórnað neinu. Það er algjör blekking.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Steinunni og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Forsetakosningar 2024 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég hef stundað hugleiðslu núna í talsverðan tíma á hverjum morgni og það hefur alveg breytt minni tilveru. Mér finnst verst að ég hafi ekki byrjað á þessu fyrr. Lengi framan af ævinni vaknaði ég alltaf í angist. Með bullandi áhyggjur yfir öllu sem væri óorðið og ókomið og það er rosalega slítandi. Ég var orðin mjög þreytt á viðbrögðum sem ég skildi ekki hvað voru að koma. Ég var líka að reiðast og fá hræðslutilfinningu í aðstæðum sem gáfu mér í raun ekkert tilefni til að upplifa þær tilfinningar. Þetta er tegund af áfallastreituröskun sem ég þjáðist af mjög lengi, en með hjálp góðra manna fékk ég aðstoð við að skilja að það væri ekki raunverulegt að það væri heimsendir í hvert skipti sem maður vaknar á morgnana,“ segir Steinunn Ólína. „Ef það setjast inn í okkur einhverjar villur eða sár þegar við erum lítil þá geta þau látið á sér kræla þegar við erum fullorðin án þess að við skiljum af hverju. Ég fór í meðferð við áfallastreitu og sem betur fer er talsvert síðan ég losnaði undan þessu fangelsi, en þetta fylgdi mér alveg undir fertugt. Ég áttaði mig á því að ég var með innibyrgða reiði og gremju gagnvart manneskjum sem ég gat ekki átt neitt uppgjör við. Ég hafði valið að taka ábyrgð á mér sem fullorðinni manneskju og þar með í raun gert lítið úr hlutum sem ég hafði orðið fyrir. Það getur tvennt verið lifandi á sama tíma. Væntumþykja í garð einhvers, en að sama skapi að viðkomandi hafi framið hegðun sem var ófyrirgefanleg. Þegar ég náði að skilja þetta að fullu losnaði um einhverja eldgamla hnúta,“ segir Steinunn, sem segir að þegar hún hafi náð að koma sjálfri sér út úr þessu ástandi hafi viðhorf hennar gjörbreyst og dómharkan minnkað. Vill auka kærlega og samkennd í samfélaginu „Allar manneskjur sem við mætum eru að glíma við sitt án þess að það standi utan á þeim. Þegar maður losnar úr því fangelsi að vera stöðugt í ,,fight or flight” ástandi, þá á maður enga dómhörku eftir gagnvart öðru fólki. Lífið er stundum þjáningafullt og við myndum ekki upplifa sanna gleði nema af því að við höfum þjáðst og við myndum ekki skilja þjáninguna nema af því að við höfum verið glöð. Aðeins með því að samþykkja það að hvort tveggja sé hluti af lífinu getum við raunverulega farið að hafa gaman að því að vera til. Lífið er oft hversdagslegt og það er bara allt í lagi. Ég er komin á þann stað að ég hef bara almennt gaman að tilverunni. Þessi innri ró er mjög eftirsóknarverð og það að líða vel í eigin skinni er dásamleg tilfinning.“ Steinunn segir að ef hún næði kjöri sem forseti myndi hún vilja beita sér fyrir því að við myndum draga úr samkeppni og dómhörku og auka kærleika og samkennd í samfélaginu. „Við fæðumst ekki í heiminn til þess að vera ein og skara fram úr og segja ,,hí á aðra”. Við komum hingað til þess að eiga í góðum samskiptum við annað fólk og það er í eðli okkar að vilja hjálpa öðrum trúi ég. Við viljum vera elskuð og við viljum elska annað fólk og vera hjálpsöm. En þetta hefur bara alls ekki verið sett á oddinn á síðustu áratugum. Það hefur meira verið sett á oddinn að þú þurfir að skara fram úr og vera fínastur, ríkastur, flottastur og bestur. Því er stanslaust haldið að okkur að hamingjan felist í því hvaða bíl við eigum, hvernig við búum, hvernig við lítum út eða hvernig við klæðumst. Þetta er allt hið ytra og ég vil trúa því að við vitum öll að þarna eru ekki raunverulegu verðmætin. Ég myndi óska þess að við færum að meta raunveruleg verðmæti meira en við höfum gert. Það er eitthvað skakkt við vermætamatið og það hefur búið til mikla vanlíðan.“ Muni aldrei þykjast vera skoðanalaus Steinunn segir að tilveran verði mun auðveldari þegar við hættum að þykjast vera fullkomin og að þeir sem séu í stjórnmálum og gegni mikilvægum embættum megi sérstaklega huga að því að þora að vera þeir sjálfir. „Við erum náttúrulega öll meingölluð og þegar við sættum okkur við það verður tilveran miklu auðveldari. En það er stundum eins og að þegar fólk verður fullorðið klæði það sig í fullorðinsbúninginn og fari að litast af þeim störfum sem það gegnir í samfélaginu. Oft þegar maður hittir fólk í fyrsta skipti sem maður þekkir ekki mætir maður bara búningnum af manneskjunni, af því að það eru uppi hugmyndir um það hvernig maður eigi að haga sér miðað við stöðuna í samfélaginu,“ segir Steinunn Ólína. „Þannig að maður mætir oftast leikbúningnum fyrst áður en maður kemst inn að manneskjunni sjálfri. Þetta á ekki síst við um stjórnmál og fólk í stjórnmálum. Ég held að stjórnmálin væru miklu áhugaverðari ef að manneskjur í stjórnmálum væru ekki uppteknar af því að vera embættismenn og myndu þora að vera þær sjálfar. Við viljum sjá fyrir hvað fólk brennur og hver þú raunverulega ert,“ segir Steinunn Ólína og heldur áfram: „Maður hefur oft séð brennandi hugsjónafólk fara inn á Alþingi og gefast bara upp. Ég mun aldrei þykjast vera skoðanalaus manneskja og myndi ekki geta farið gegn sannfæringu minni bara til að falla í kramið hjá einhverjum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fólk viti hvar það hefur þá sem gegna mikilvægum embættum í samfélaginu.“ Valdi að heyja sitt dauðastríð fyrir opnum tjöldum Í þættinum ræðir Steinunn líka um þá lífsreynslu þegar hún missti eiginmann sinn, leikarann Stefán Karl Stefánsson, árið 2018. Þau voru gift í sextán ár og eignuðust saman fjögur börn. „Stefán valdi að heyja sitt dauðastríð fyrir opnum tjöldum. Það var auðvitað dálítið erfitt fyrir okkur fjölskylduna, þó að við styddum hann í því. Tilgangurinn hjá honum var meðal annars að brjóta tabú í kringum dauðann. Ég uppgötvaði sjálf í gegnum þetta ferli hvað við erum hrædd við dauðann í okkar samfélagi og hvað hann er innpakkaður og í raun mikið feimnismál. Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu,“ segir Steinunn Ólína. „Það eru alltaf gjafir í mótlætinu. Því má fólk ekki gleyma. Í svartasta myrkrinu er alltaf einhver gluggi eða einhverjar dyr sem geta kennt manni ótrúlega mikið. Við höldum alltaf að við stjórnum öllu, en það er bara einfaldlega ekki þannig. Þegar maður stendur frammi fyrir því að vera með ástvin í þessarri stöðu og geta ekkert gert, þá áttar maður sig á því að raunverulega getur maður aldrei stjórnað neinu. Það er algjör blekking.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Steinunni og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Forsetakosningar 2024 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira