Einnig verður fjallað um nýjustu fylgiskönnunina fyrir komandi forsetakosningar þar sem enn er mjótt á munum milli Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar. Halla Hrund virðist einnig sækja í sig veðrið.
Þá verður fjallað um átök innan Samfylkingarinnar og hvatningu um að Íslendingar hugi betur að bólusetningum áður en haldið er í ferðalög.
Í sportpakkanum verður síðan fjallað um stórleik í Bestu deild karla í gærkvöldi og þá unnu Valsmenn góðan sigur í Evrópukeppninni í handbolta.