Ferðaþjónusta til framtíðar Freyja Rut Emilsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:31 Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar