„Við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 15:01 Jaka Brodnik lék mjög vel með Keflavíkurliðinu í Forsetahöllinni í gær. Vísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik og félagar í Keflavíkurliðinu voru sjóðandi heitir í gærkvöldi þegar þeir sendu Álftnesinga í sumarfrí eftir sannfærandi sigur í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira