Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 18:43 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að nú skipti máli hafa hraðar hendur. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. Umrædd lög fela í sér aðstoð fyrir um sextíu milljarða dala en fyrstu sendingarnar til Úkraínu eru metnar á einn milljarð. Þær sendingar innihalda meðal annars flugskeyti í loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir margskonar tegundir af stórskotaliði og sprengjuvörpur og hefðbundin skotfæri fyrir byssur og stærri byssukost fyrir loftvarnarkerfi sem notuð eru til að granda sjálfsprengidrónum. Sjá einnig: Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Einnig stendur til að senda Bradley-bryndreka til Úkraínu og skotfæri fyrir þá, bæði í vélbyssu þeirra og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndrekum og styrktum byrgjum, annarskonar brynvarin farartæki sem hönnuð eru til að flytja hermenn og stuðningstæki, eins og bryndreka sem hannaðir eru til að draga skemmda og fasta skriðdreka. Þá inniheldur fyrsti pakkinn eldflaugar eins og Javelin, sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum, sprengjur til að varpa úr flugvélum, jarðsprengjur sem hannaðar eru til að granda brynvörðum farartækjum og mönnum, nætursjónauka og ýmislegt annað. BREAKING: Biden admin announces $1B new package for Ukraine, including air defense interceptors, artillery rounds, armored vehicles, and anti-tank weapons.Full list:-RIM-7 and AIM-9M missiles for air defense;-Stinger anti-aircraft missiles;-Small arms and additional rounds…— Lara Seligman (@laraseligman) April 24, 2024 Frumvarp um þessa hernaðaraðstoð hafði setið fast í bandaríska þinginu í hálft ár og hefur lítil aðstoð borist frá Bandaríkjunum á þeim tíma. Á sama tíma hafa Úkraínumenn verið undir sífellt meiri þrýstingi á víglínunni í austurhluta Úkraínu. „Við vorum vandanum vaxin. Við komum saman og við kláruðum verkefnið,“ sagði Biden við undirskriftina í dag. Hann sagði að ferlið hefði verið langt og strembið og að nú skipti máli að hlutirnir gerðust hratt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. New York Times sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu í síðustu viku sent svokallaðar ATACMS eldflaugar í laumi til Úkraínu. Þær notuðu Úkraínumenn til að gera árásir á flugvöll á Krímskaga sem rússneski herinn notar og önnur skotmörk í suðausturhluta Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System, en þar er um að ræða eldflaugar sem eiga að drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, en það fer eftir því hvaða tegund ATACMS um er að ræða. Hægt er að skjóta þeim með HIMARS-eldflaugakerfum, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa áður fengið sendingar af ATACMS frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa notað þær með góðum árangri gegn birgðastöðvum, stjórnstöðvum og flugvöllum sem Rússar nota. Úkraínumenn segjast hafa grandað nokkrum loftvarnarkerfum af gerðinni S-400 í árásunum, auk ratsjáa og stjórnstöð. Biden er sagður hafa samþykkt þessa sendingu í Mars og þá bárust fregnir af því að til stæði að senda ATACMS til Úkraínu. Sjá einnig: Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Fregnir hafa áður borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar ATACMS. Þær eru framleiddar af Lockheed Martin sem getur einungis framleitt um fimm hundruð á ári og hafa flestar þeirra verið ætlaðar vinveittum ríkjum Bandaríkjanna. Í frétt NYT segir hins vegar að Biden hafi samþykkt að senda rúmlega hundrað ATACMS sem drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, auk eldflauga sem drífa styttra en bera klasasprengjur. Þetta ku hafa verið hægt vegna þess að hætt var við að selja margar eldflaugar til annarra ríkja og forsvarsmenn bandaríska hersins höfðu því minni áhyggjur af skorti hjá þeim. ATACMS eldflaug skotið á loft á æfingu bandarískra hermanna.AP/John Hamilton Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10 Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Umrædd lög fela í sér aðstoð fyrir um sextíu milljarða dala en fyrstu sendingarnar til Úkraínu eru metnar á einn milljarð. Þær sendingar innihalda meðal annars flugskeyti í loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir margskonar tegundir af stórskotaliði og sprengjuvörpur og hefðbundin skotfæri fyrir byssur og stærri byssukost fyrir loftvarnarkerfi sem notuð eru til að granda sjálfsprengidrónum. Sjá einnig: Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Einnig stendur til að senda Bradley-bryndreka til Úkraínu og skotfæri fyrir þá, bæði í vélbyssu þeirra og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndrekum og styrktum byrgjum, annarskonar brynvarin farartæki sem hönnuð eru til að flytja hermenn og stuðningstæki, eins og bryndreka sem hannaðir eru til að draga skemmda og fasta skriðdreka. Þá inniheldur fyrsti pakkinn eldflaugar eins og Javelin, sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum, sprengjur til að varpa úr flugvélum, jarðsprengjur sem hannaðar eru til að granda brynvörðum farartækjum og mönnum, nætursjónauka og ýmislegt annað. BREAKING: Biden admin announces $1B new package for Ukraine, including air defense interceptors, artillery rounds, armored vehicles, and anti-tank weapons.Full list:-RIM-7 and AIM-9M missiles for air defense;-Stinger anti-aircraft missiles;-Small arms and additional rounds…— Lara Seligman (@laraseligman) April 24, 2024 Frumvarp um þessa hernaðaraðstoð hafði setið fast í bandaríska þinginu í hálft ár og hefur lítil aðstoð borist frá Bandaríkjunum á þeim tíma. Á sama tíma hafa Úkraínumenn verið undir sífellt meiri þrýstingi á víglínunni í austurhluta Úkraínu. „Við vorum vandanum vaxin. Við komum saman og við kláruðum verkefnið,“ sagði Biden við undirskriftina í dag. Hann sagði að ferlið hefði verið langt og strembið og að nú skipti máli að hlutirnir gerðust hratt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. New York Times sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu í síðustu viku sent svokallaðar ATACMS eldflaugar í laumi til Úkraínu. Þær notuðu Úkraínumenn til að gera árásir á flugvöll á Krímskaga sem rússneski herinn notar og önnur skotmörk í suðausturhluta Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System, en þar er um að ræða eldflaugar sem eiga að drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, en það fer eftir því hvaða tegund ATACMS um er að ræða. Hægt er að skjóta þeim með HIMARS-eldflaugakerfum, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa áður fengið sendingar af ATACMS frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa notað þær með góðum árangri gegn birgðastöðvum, stjórnstöðvum og flugvöllum sem Rússar nota. Úkraínumenn segjast hafa grandað nokkrum loftvarnarkerfum af gerðinni S-400 í árásunum, auk ratsjáa og stjórnstöð. Biden er sagður hafa samþykkt þessa sendingu í Mars og þá bárust fregnir af því að til stæði að senda ATACMS til Úkraínu. Sjá einnig: Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Fregnir hafa áður borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar ATACMS. Þær eru framleiddar af Lockheed Martin sem getur einungis framleitt um fimm hundruð á ári og hafa flestar þeirra verið ætlaðar vinveittum ríkjum Bandaríkjanna. Í frétt NYT segir hins vegar að Biden hafi samþykkt að senda rúmlega hundrað ATACMS sem drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, auk eldflauga sem drífa styttra en bera klasasprengjur. Þetta ku hafa verið hægt vegna þess að hætt var við að selja margar eldflaugar til annarra ríkja og forsvarsmenn bandaríska hersins höfðu því minni áhyggjur af skorti hjá þeim. ATACMS eldflaug skotið á loft á æfingu bandarískra hermanna.AP/John Hamilton
Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10 Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04