„Þetta einvígi er bara rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2024 22:41 Gunnar Magnússon fer ekki fram úr sér þrátt fyrir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann þriggja marka sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Mosfellinga, var eðlilega ánægður með sína menn. „Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
„Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira