Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 10:00 Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR, segir ummæli Brynjars Karls lítillækkandi fyrir hans leikmenn. Vísir/Samsett Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. „Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári. KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári.
KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19
Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum