Nú er ljóst að ellefu hafa skilað inn formlegu framboði og svo verður farið yfir meðmælalista frambjóðanda og í næstu viku verður ljóst hvort meðmæli séu gild í öllum tilvikum.
Einnig fjöllum við um hið umdeilda frumvarp um lagareldi hér við land en nefndarmaður í atvinnuveganefnd Alþingis segist bjartsýn á að nefndin komist að samkomulagi um að breyta ákvæðinu um ótímabundin rekstrarleyfi til að stunda sjókvíaeldi.
Einnig verður rætt við deildarstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur um skemmdir sem unnar voru á verkinu Útlögunum eftir Einar Jónsson sem stendur við Hringbraut. Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem verk eftir Einar er skemmt á þennan hátt.
Í íþróttum verður körfuboltinn á dagskrá og fjallað um Mjólkurbikarinn í fótbolta.