Óbærileg léttúð VG Jakob Frímann Magnússon skrifar 27. apríl 2024 07:31 Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Fiskeldi Flokkur fólksins Vinstri græn Alþingi Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun