Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 08:42 Bergur segir gönguna hafa verið erfiða en hann ætli sér að ljúka henni. Mynd/Stefnir Snorrason Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira