Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða Ólafur Þór Jónsson skrifar 28. apríl 2024 17:16 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra,. Visir/ Hulda Margrét Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að. „Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
„Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira