Afkomuviðvörun Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. apríl 2024 09:20 Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar