Þar kom einnig fram að fylgi flokksins hefði aldrei verið lægra. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í alþingiskosningum árið 2021 og átta þingmenn kjörna.
„Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því. Það er eitthvað sem við tökum til okkar og við þurfum að fara vel yfir í okkar ranni. Hvað við getum gert til að auka traust og trúnað fólks á því að Vinstri græn séu og eigi að vera í pólitík og inni á Alþingi,“ sagði Bjarkey Olsen í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2.
Samkvæmt niðurstöðu Þjóðarpúlsins eru ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt með 31,2 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist með mest fylgi eða með 29,7 prósent fylgi.