„Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. maí 2024 20:03 Aron þurfti á súrefni að halda eftir að hafa staðið í ströngu við að slökkva eldinn. Instagram Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira